Vakna klukkan átta, mætt í vinnu níu, vinna til fimm, fara þá í næstu vinnu og vera þar til hálf eitt, koma heima, úppí rúm og sofna, vakna klukkan 8, mætt í vinnu, níu, vinna til fimm, fara þá í næstu vinnu og vera þar til hálf eitt, koma heim uppí rúm og fara að sofa....á morgun verður einmitt nýung í lífi Diljár: þá mæti ég klukkan hálf níu um morguninn, og svo fer ég í eina vinnu klukkan 5 og svo aðra um 7 og vera til hálf eitt!!
...er þetta þess virði? mér er spurn...
...ligg núna hérna uppí rúmi, með sigurrós ómandi; sem ætlar að svæfa mig. Mig langar samt ekki að fara að sofa og vakna á morgun í þennan dag sem mín bíður.....og bara næstu dagar. Ógeðslega fyndið hvað maður trúir því alltaf að maður væri að gera allt annað og skemmtilegt þegar maður er fastur við td. vinnu eða lærdóm. En svo þegar maður á frí er maður oft bara heima að stara útí loftið og klippa táneglurnar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli