já þegar ein hurðin lokast opnast önnur.....
það er alltaf að sannast betur og betur. Í gær lokaði ég 2 hurðum og í dag opnuðust tvær aðrar í staðinn.... Það er svo mikið að gerast í lífi mínu núna og ég er svo hamingjusöm. Helgin var frábær, ekkert djamm bara bíó, lekhús og kúúúúr!
Brjálað að gera framundan, hver mínunta er plönuð. Yfirleitt á ég að vera á tveim stöðum á einu hverja einustu stund, en maður reynir að forgangsraða. Ótrúlega margt spennandi að gerast, sem ég segji frá seinna. En eitt sem ég vil deila: ER AÐ FARA TIL STOKKHÓLMS Á FIMMTUDAGINN. Vá hvað ég hlakka til!
Mig dreymdi í nótt að ég ég ætti feitasta ungabarn í heimi. Það var strákur og hann var kínverskur, algjör bolla. En guð hvað ég elskaði hann mikið þarna í draumnum.Svo sár yfir því að allir voru að hlægja að honum. Ekkert smá raunverulegt. Ég er búin að sakna hans í allan dag. Skrýtið hvað maður getur upplifað e-ð sterkt í draumum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli