sunnudagur, mars 09, 2003

Það er svo margt í bíó núna, ég held að mig langi til að sjá 7 eða 8 myndir. Annað hvort allt eða ekkert, fyrir jól var aldrei neitt. Þetta er svona eins og; annað hvort eru 3 partý á laugardagskvöldi og ég að vinna eða ekkert að gerast, ég í fríi og allir að gera e-ð annað en sýna mér áhuga...nó vott æm seiííííng?

Annars er ég bara nokk hress...eða nei ekkert rosalega ef ég á að vera hreinskilin. En mér finnst mín vandamál svo silly og pöþþettikk að ég skammast mín fyrir að vera láta mér líða illa yfir þeim og velta mér uppúr þeim. Samt er ég með kökk og vot augu. Æ svo er fólk í kringum mig að díla við mjög alvarlega hluti eins og geðheilsuvandamál og svo sá ég lítinn strák áðan sem var mjög fatlaður einn að labba í rokinu með grind. God þá finnst mér mín stelpuvandamál við það að vera kjánaleg....nei ansnaleg! En maður skilur sína sorg best og finnst hún verst...meira segji ég ekki:)

Helgin var ok, aðallega gærdagurinn. Ég vaknaði snemma í gærmorgun og ákvað að bjóða Svanhvíti og hennar næturdeiti í löns. Svo hentist ég með Ragnari í sund, varð dópuð í nuddpottinum, þetta er æði. Svo löbbuðum við niðrí bæ og kíktum í kolaportið. Kauptaði mér appelsínugulan lampaskerm sem er æði og gleraugu sem gera mig mitt á milli gáfulega og hallærislega. Svo fórum við á Súfistann og átum og lásum þar þangað til ég fór í vinnunna.
Frábær laugardagur!!!

Jæja ég er farin....jafnvel í bíó bara:)

Engin ummæli: