Þegar maður hefur lent í svona flugmissi eins og ég , er aðeins tvennt sem maður getur grætt til baka í staðinn fyrir peningana...og .það er athygli á meðan maður segjir söguna (og ýkjir örugglega í hvert skipti, hmm) og svo eru það aðrar sögur á móti um svipaða hluti. Mér líður alltaf betur og betur að heyra að ég sé ekki sú eina í heiminum sem hefur upplifað þennan hvílíka harm, eeeuuhuumm. En í gær sagði Arnhildur mér að hún þyrfti að borga 15.000 í hraðaakstursekt. Sko þarna fannst mér eins og hafi grætt helling, því nú þarf ég bara að borga 5000 meira en hún í blóðpening.....hahahah skiljið mig???
Blóðpeningar eru það leiðinlegasta sem ég veit nefnilega. Vextir, videoskuldir og svona viðbjóður eru á mínum lífsins svarta lista !!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli