Mig dreymdi í nótt að ég væri aftur byrjuð í Loftkastalanum. Frekar fyndið, ég hef ekki komið þangað í 2 ár. Sem er líka skrýtið, því í 5 ár bjó ég þarna liggur við. Ég fann alveg lyktina í draumnum og þarna voru allir af gamla staffinu. Æ þetta voru yndislegir tímar sem enduðu illa, uuummfflfhhh!! En ég er að spá í að fara að fara þangað for the fun of itt og sjá hvernig allt er núna.
Fyrir þá sem ekki vita þá er fyrirsögnin hér að neðan úr myndbandaauglýsingunni sem mér finnst endalaust fyndin og hlæ alltaf þegar ég sé...æm olso djöst ei görl stending in front of ei bojí asking him tú lov hör....:)
Ég var líka að ákveða eitt: þegar ég flyt til Hollands ætla ég að fá mér fallegt ömmuhjól með stóru stýri sem maður getur setið uppréttur við og svo ætla ég að setja fallega bastkörfu á það. Svo á laugardögum ætla ég að verlsa inn á markaðinum, þar er mun ódýrara og allt ferskt og svona. Gríp kannski einn blómvönd með þegar ég er í afskaplega góðu skapi:) Mmmm guð hvað ég er mikil heimskona....
Fyrst að ég er byrjuð: Hey Arnheiður og Júlli!!! Hvað varð um ferska og galvaska gönguklúbbinn sem ég skráði mig formlega í í haust. Ég er alveg manneskjan í það dæmi núna...komin í djammpásu og svona. Skora á ykkur að starta þessu batteríi A.S.A.P!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli