föstudagur, mars 28, 2003

vá það er ekkert að gerast í lífi mínu sem ég get sagt ykkur frá, vikan er bara búin að líða hratt, ég er bara búin að vinna og fara í hopp og skopp í gymminu á kvöldin. Jáh það er heilsu átak í gangi, núna heitir það ekki í kjólinn fyrir jólin heldur meira kannski "veratöffígallabuxumísumar" átakið. Legg miklar vonir í þetta allt saman.

Fór áðan eftir vinnu á vídalín á vínil en það var búið þegar ég kom, er bara komin heim á netið eins og svo oft áður og með simpsons í tækinu. Ég fæ einfaldlega ekki ógeð af þessu, kann orðið alla þætti utan að og finnst þeir alltaf jafn fyndnir. Ég er svo heppin að eiga bræður sem tók upp heilu árin af simpsons, ásamt hellings af góðum kvikmyndum og öðrum eðal þáttum. Þannig að alltaf þegar ég fer í fjölskylduheimsókn, skila ég fullum poka af spólum og tek annan með heim.

Daníela kisan mín er bara orðin kaaaas og það fer bara líða að þessu. Ég er alveg nett stress. Ég meina núna bara á næstu dögum á ég eftir að vakna við e-ð gól og hún að gjóta...hva kannski 5 litlum? og bara gums oll óver ðe pleis. En þetta verður örugglega í lagi, hún er svo róleg....og svöööööng!

En hvað á annars að gera um helgina? Ég er búin að plana þetta útí eitt og hlakka mikið til, ekkert smá gaman að þurfa ekki að vakna kl. 11 á sunnudagsmorgun til að fara að vinna eins og s.l. 28 helgar, eða e-ð álíka.

Engin ummæli: