Núna er komin laugadagur og þessi vika endar í dag.
Ég held að skemmtilegustu atvik vikunar hafi verið:
-þegar ég söng íslenska afmælissönginn HÁstöfum og lúftgítar fyrir framan bekkinn minn
-þegar ég fór 5 sinnum í ræktina og er það 5 sinnum oftar en sl. 16 vikur
-þegar ég heyrði að Katasúkkulaði væri að koma í vikuheimsókn til mín í næstu viku
-þegar ég labbaði strikið undir stjörnubjörtum (ljósaseríu)himni
-þegar ég söng upphátt með mr&ms Lennon "So this is Christmas" á leiðinni í skólann
-þegar ég fattaði hvað ég er búin að læra mikið í skólanum sl. 3 mánuði
-þegar ég talaði við MajBritti á MSN
-þegar ég drakk hráa eggjahvítu
-þegar ég sendi Ragnari pornógrafíska mynd af mér og min venn Thomas
-þegar ég fór í nuddtæki í ræktinni á milli tveggja eldriborgara og leyfði spikinu að "shake-it, shakeshake-it"
-þegar ég hló jinglebells fyrir hópinn minn
-þegar ég fékk þá brilliant hugmynd um að breyta salnum í skólanum í fólboltavöll fyrir kynninguna okkar
-þegar ég las A4 langan texta á dönsku og þýddi hann um leið yfir á ensku meðan ég las...upphátt
-þegar ég fékk email frá Biffa sem ég hef ekki séð í 4 ár
-þegar ég las grein á mbl.is um frænda minn
-þegar ég talaði við 2 af 3 bræðrum á MSN
-þegar ég fann buxur sem grenntu mig
-þegar ég vaknaði það snemma að ég náði elda hafragraut og mæta á undan öllum í skólann
-þegar við Matta vorum einar í bíósal; Matta með brjóstin út og ég sofandi á öxlinni hennar
Já skemmtileg vika!
4 ummæli:
Jæja Bridget....ertu endanlega gengin af göflunum.....drekka eggjahvítu...uggggggggggghhhhhhhhh...nei takk...malt og appelsín já takk!
HVENÆR kemur'u svo skvísa? Kannski við skellum í nokkra non-fat, no-calories eggjahvítu/prótín kokkteila í Mávahlíðinni þér til heiðurs og förum á trúnó....e-h pláss fyrir það á jóla-schedule-inu eða ertu kannski bara bókuð hjá einkaþjálfara í Laugum allt jólafríið?!
lovjú, Brynka (ein Bridget sem er svoooo ekki á Bridget tímabili núna en í því meira jólajóla, piparkökur og nammi-tímabili!)
hahahhaha
malt og appelsín fyrir mig og þig því við erum öll svo sæt og fín!
lendi kl.14.05 þann 15.desember
vil mæta sem fyrst í jólatrúnó í mávahlíðina
svo vil ég líka taka gott djamm með þér Be-shit (Bridget á Thai)
bókaðu mig bara sem fyrst, við gætum kannski bara farið í laugar í sauna?
Mér þykir undarlegt að ég sé hvergi á þessum topplista. Ég ætlaði annars að kommenta eitthvað annað en þegar þessi gluggi loksins opnaðist var ég búin að gleyma hvað það var.
Halla
já sko ég mundi bara þegar þú vildir ekki tala við mig á MSN og það fannst mér EKKI skemmtilegt!!
Skrifa ummæli