mánudagur, nóvember 08, 2004

HELGARSKÝRSLA
ÞEMA: íslenskHelgi (sub-þemu: jól og discó)

FÖS:
fór heim til Hröbbu og Viktors í strætó (váh ég er alltaf að verða vanari hérna í Árósum) og þar voru ásamt gestgjöfum; Matta, Héðinn, Íris, Rakel og Bjarki, og það var verið að drekka jólabjórINN. Við náðum nú ekki að taka þátt í 20.59 dæminu, en þá var verið að gefa bjór niðrí bæ. Við erum íslendingar og komum okkur ekki niðrí bæ fyrr en að ganga eitt. Sátum á pöbb sem við líktum við Amsterdam heima. Fórum svo á Fredagsbar hjá Arkitekarskólanum. Alltaf jafn sveitt en alltaf jafn gaman...

LAU:
Farið í bæinn að redda sér galla fyrir DISCOKVÖLD Hröbbu og Viktors. Og svo uppá stöð að ná í Söruna mína sem kom frá óðinsvéum. Fagnaðarfundir! Ég sýndi henni skólann og bæinn og svo fórum við heim að hafa okkur til fyrir partýið. Örkuðum svo í strætó, ég með bleika hálsfest(ístaðinn fyrir ennisband sko) á hausnum, túperað hár og sara með BLÁAN augnskugga og hliðartagl. Ég var e-ð stressuð að rata ekki og arkaði því fram og aftur í strætó til sjá hvar við værum. Hvah; hvaara smá svona tískusýning fyrir liðuð!
Stuttu eftir komuna í teitið þurftum við sem seint komum að taka út okkar refsingu fyrir það. Leikritið "Bleikhetta vill vera JanetJackson" frumflutt. Héðinn lék Justin/úlfinn og ég Bleikhettu/Janet. Og þið vitið hvaða atriði þau 2 eru nú fræg fyrir! Ég er ekki frá því að við vorum betri ef e-ð er....SayNoMore:)
Svo byrjaði villt og sýrt partý! Við tókum allan pakkann á þetta, alla leið! Hringdans, ormurinn, hr og frú Discó voru kosin, stuðmannadansinn, trúnó, gajol skot(og nú má fisherman fara að passa sig), flashdans, og FULLT af íslenksri tónlist og allir sungu með af lífs og sálarkröftum...

SUN:
Ég og Sara sváfum vel út og fengum okkur svo brunch. Láum svo uppí rúmi og horfðum á Love Actually og vældum og hlóum til skiptis. Vælið var meira svona rómóvæl.
Um kvöldið fór ég svo út að borða með Sillu, Guðnýu og Ástríði á rosa sætan kínverskan stað. Allar í hamingjukasti hvað helgin okkar hefði verið góð. Ákváðum að halda bráðum jólaföndurskvöld. Ég get ekki beðið...



7 ummæli:

benony sagði...

Takk fyrir frábæra helgi Diljá mín. Ég get ekki gleymt mómentinu þegar þú varst að labba fram og tilbaka í strætóinum með hárið út í loftið og hálsmen á enninu. En djöfull varstu mikil pæja.

Matta sagði...

Hei, það vantar Arndísi í upptalninguna á fös....

Dilja sagði...

úpps!!!! og lika Matthildi
ég biðst velvirðingar

ps. kl er 8 og ég er á fótum, búin að fara í sturtu!!! jeeess!!!

Nafnlaus sagði...

Hæ þetta er brói. frábær síða. Nei, ég meina það hún er geðveik. Ég ætlaði bara að láta þig vita að ég er búinn að fá nóg af Mercy f***. En núna er ég að hætta að vera haltur þannig að ég er að spá í að halda bara áfram að ganga með hækjuna og væla í stelpunum. Peace

Nafnlaus sagði...

ja ja mar ba gleymdur:(

hehe;)

matta-hildur

Dilja sagði...

setti eitt stk link í staðinn!!!
alveg glatað að gleyma strætóstelpunni;)

Dilja sagði...

Öddi minn, gott hjá þér að halda hækjunni til að hösla hækjur sem fíla fatlaða!

mér finnst að þú eigir líka að nota Juliu Styles SMS-ið og Forrest Taxasöguna, því ekkert er skemmtilegra en namedropper!!!

Bróðir minn, fatlaði dúddinn, er á svæðinu!!