Mikið er ég orðin þreytt á þessu Feminstafélagi íslands (sorry Halla mín). Síðan hvenær hefur reiði og nöldur virkað á fólk? Þær eru svo reiðar finnst mér, ég nenni bara ekki að eyða orku í að vera alltaf svona reið og setja út á allt. Ég sat á Vegamótum í gær og þar sat ein "ráðskonan" á næsta borði við mig. Hún tók allan moggan og gagnrýndi hann. Á hverri síðu var e-ð sem misbauð henni. Svo kom ein í Kastljósið til mín um daginn og hún var geðveikt að fela e-a klauf á pilsinu sínu, passa að það sæist ekki í útsendingunni...Bíddu hvað er málið? Má fallegt kvenlegt pils allt í einu ekki vera með klauf. Hún var nú svo langt frá því að vera hóruleg þessi dama að hún þurfti engar áhyggjur að hafa.
Þetta félag er búið að ganga of langt. Mér finnst þær orðnar kjánalegar.
Auðvitað er mikilvægt að berjast fyrir jafnrétti. Það vil ég líka. En afhverju að vera svona reiður alltaf hreint og með þessi þungu jafnréttisgleraugu á nefinu og sjá alltaf það versta í öllu og nöldra yfir því. Ég hef ekkert séð frá þeim sem gefur hið jákvæða til kynna. Jú bleika þemað um daginn:) Það var gaman!
mánudagur, júní 30, 2003
föstudagur, júní 27, 2003
Ég er að sofna hérna fram á borðið í vinnunni, er núna að blogga til að þykjast vera geðveikt einbeitt að sísla í hinu og þessu. Það var samt svo gaman í gær, ég verð nú bara að segja það. En ég er þreytt núna af því að það var gaman í gær.
Fór með Svanhvíti, Ragnari, Maj-Britt og kokkinum á kaffihús, fórum fyrst á 11-una og þar var tónlistin svo á há að ég fékk andlitsliftingu. Svo fórum við í Grease partyið sem var haldið á 5 hæð fyrir ofan apótekið, þeas MOHIJTO eða e-ð. Alveg rosalega posch staður en við fíluðum ókeypis bjór, fullt af mat og svo var herbergi með púðum og kertum, þar sátum við og nutum vel. Allir voru svo hressir og kátir og við dönsuðum líka. Mér fannst ég og Svanhvít vera flottastar á dansgólfinu, sérstaklega þegar Dirty dancing lagið; Do you love me? kom. Þá nutu gyðjulegir líkamar og taktfastir hnykkir sín svo vel. Leiðinlegt að það skildi loka klukkan 3. Ég hefði alveg verið til í meir. En núna líð ég fyrir metnað djammsins í gær, já er bara alveg að sofna... Svo á ég að meira að segja Kastljósið líka eftir, uuummffhh!
Kvöldið er planað: bíó með Maj-Britti ítölsku og svo að hitta Söru súper sem lenti klukkan 2 í dag á staðartíma.
Fór með Svanhvíti, Ragnari, Maj-Britt og kokkinum á kaffihús, fórum fyrst á 11-una og þar var tónlistin svo á há að ég fékk andlitsliftingu. Svo fórum við í Grease partyið sem var haldið á 5 hæð fyrir ofan apótekið, þeas MOHIJTO eða e-ð. Alveg rosalega posch staður en við fíluðum ókeypis bjór, fullt af mat og svo var herbergi með púðum og kertum, þar sátum við og nutum vel. Allir voru svo hressir og kátir og við dönsuðum líka. Mér fannst ég og Svanhvít vera flottastar á dansgólfinu, sérstaklega þegar Dirty dancing lagið; Do you love me? kom. Þá nutu gyðjulegir líkamar og taktfastir hnykkir sín svo vel. Leiðinlegt að það skildi loka klukkan 3. Ég hefði alveg verið til í meir. En núna líð ég fyrir metnað djammsins í gær, já er bara alveg að sofna... Svo á ég að meira að segja Kastljósið líka eftir, uuummffhh!
Kvöldið er planað: bíó með Maj-Britti ítölsku og svo að hitta Söru súper sem lenti klukkan 2 í dag á staðartíma.
fimmtudagur, júní 26, 2003
Ég er búin að skrá mig í alla nettilboðsklúbba hjá öllum ferðaskrifstofum en enn ekkert tilboð fengið. Það er bara afþví að ég er að bíða...þegar ég á engan pening og ekkert á leiðinni út þá streyma tilboðin inn í inboxið mitt. Eins og með peninga og fatabúðir; þegar ég á ekki krónu þá sé ég fullt og þegar á pening og er á "sætudögum" þá sé ég EKKERT. Og eins og með fólk sem er að vinna í afgreiðslu; þegar það kveikjir í sígó(bakvið) þá kemur kúnninn eða síminn hringjir.
Ég veit að allir þekkja þetta! Hvað er málið? Svo er eitt líka: ég er kannski að labba heim, allt í gúddí, svo þegar ég kem upp tröppurnar þá verður mér mál að pissa...svo þegar ég kem inn þá er ég bara liggur við að fara hafa þvaglát á staðnum, beint í bussurnar! Svona hefur þetta verið í mörg ár; útidyrahurðin vekur upp kenndir í undirmeðvitund minni sem lætur mig þurfa að pissa! Þekkjir e-r þetta?
Ég veit að allir þekkja þetta! Hvað er málið? Svo er eitt líka: ég er kannski að labba heim, allt í gúddí, svo þegar ég kem upp tröppurnar þá verður mér mál að pissa...svo þegar ég kem inn þá er ég bara liggur við að fara hafa þvaglát á staðnum, beint í bussurnar! Svona hefur þetta verið í mörg ár; útidyrahurðin vekur upp kenndir í undirmeðvitund minni sem lætur mig þurfa að pissa! Þekkjir e-r þetta?
miðvikudagur, júní 25, 2003
Gleymdi að minnast á síðustu helgi. Hún var nenfilega svo skemmtileg!
Á föstudaginn hélt ég alveg af-skap-leg-a huggulegt matarboð. Þar voru stödd; Ragnar klaufastrumpur, Kata skata, Sigrún svarta, Gunna hans Grétars og Kjartan kokkur. Þetta var svo flott, ég var sko með ekta kokk sem eldaði heilan risa silung og pastakartöflur sem heita fnodddjí eða eitthvað. Hann var samt ekki í hvítum kokkagalla, en það er kannski af því að þetta er ágætis vinur minn. En vá hvað það hefði verið sexy e-ð. Ég borgaði honum samt sko, alveg heilt skemmtiatriði þegar ég gleypti 2 skeiðiar af sinnepi og svo 200 kall. Eftir matinn drukkum við svo frozen margarítas og spiluðum eksjónerí. Mitt lið vann. Að sjálfsögðu..
Á laugardaginn útskrifaðist hún Sunna vinkona úr matarklúbbnum mínum. Hún útskrifaðist sko ekki úr matarklúbbnum, heldur úr HÍ. En hún er í matarklúbbnum sko. Núna er hún mannfræðingur. Ég er ánægð með stelpuna. Fór líka í partý til hennar sem allt flaut í sushi og hvítvíni og ég sem ætlaði að vera róleg var svo ánægð með það að ég endaði á svaka skemmtilegu tjútti. Fór meira að segja uppí Bryggjuhverfi!
Það er gaman að vera til....núna langar mig samt að fara að fara aftur útá land bráðum!
Á föstudaginn hélt ég alveg af-skap-leg-a huggulegt matarboð. Þar voru stödd; Ragnar klaufastrumpur, Kata skata, Sigrún svarta, Gunna hans Grétars og Kjartan kokkur. Þetta var svo flott, ég var sko með ekta kokk sem eldaði heilan risa silung og pastakartöflur sem heita fnodddjí eða eitthvað. Hann var samt ekki í hvítum kokkagalla, en það er kannski af því að þetta er ágætis vinur minn. En vá hvað það hefði verið sexy e-ð. Ég borgaði honum samt sko, alveg heilt skemmtiatriði þegar ég gleypti 2 skeiðiar af sinnepi og svo 200 kall. Eftir matinn drukkum við svo frozen margarítas og spiluðum eksjónerí. Mitt lið vann. Að sjálfsögðu..
Á laugardaginn útskrifaðist hún Sunna vinkona úr matarklúbbnum mínum. Hún útskrifaðist sko ekki úr matarklúbbnum, heldur úr HÍ. En hún er í matarklúbbnum sko. Núna er hún mannfræðingur. Ég er ánægð með stelpuna. Fór líka í partý til hennar sem allt flaut í sushi og hvítvíni og ég sem ætlaði að vera róleg var svo ánægð með það að ég endaði á svaka skemmtilegu tjútti. Fór meira að segja uppí Bryggjuhverfi!
Það er gaman að vera til....núna langar mig samt að fara að fara aftur útá land bráðum!
þriðjudagur, júní 24, 2003
Siggi bróðir minn er 17 ára í dag. Við fjölskyldan höfum einmitt fyrir sið að velta okkur nakin uppúr dögginni á afmælinu hans í tilefni messunnar hans Jóns og tala við dýrin í sveitinni. En allavegana: ég er reyndar bara nýbúin að uppgvöta það að hann bróðir minn er mikill snillingur. Í mörg ár var hann bara unglingsgutti sem talaði óskýrt og horfði MIKIÐ á video. En núna hefur þetta áhorf skilað sér, Siggi ætlar sér að verða kvikmyndaleikstjóri og hefur nú þegar gert stuttmynd sem lenti í 3.sæti í samkeppni. Hann veit allt um kvikmyndir og hefur séð allt og hefur miklar skoðanir á. Svo teiknar hann heilu teiknimyndasögurnar sem innihalda frábæra karaktera og húmor í átt Simpson og South park.
Það að vera svona stoltur af systkyni sínu er ekkert smá spes tilfining. Alveg einstök tilfinning;)
Það að vera svona stoltur af systkyni sínu er ekkert smá spes tilfining. Alveg einstök tilfinning;)
Thu ert Will og Grace! Lif thitt getur verid daldid
snuid. Thu ert alveg ruglud/adur i thessum
stora heimi og vinir thinir eru allir klikk! En
hafdu ekki ahyggjur. Etta reeeddast.
hvada skjareinn thattur ert thu?
brought to you by Quizilla
Það eru mjög skemmtilegir dagar framundan:
-í kvöld er það að road trip upp á Leif að ná í Svanhvíti og Oddlaugu, en þær eru að koma frá London
-fim er það frumsýning á grease og kannski party
-fös er það hún sara mín sem er að koma heim frá Danmörku í sumarfrí
-lau þá á hún Sigrún svarta afmæli, grill og hvítvín hjá henni
-sun: FRÍ allan daginn, en mig langar samt að gera e-ð með Söru
-í kvöld er það að road trip upp á Leif að ná í Svanhvíti og Oddlaugu, en þær eru að koma frá London
-fim er það frumsýning á grease og kannski party
-fös er það hún sara mín sem er að koma heim frá Danmörku í sumarfrí
-lau þá á hún Sigrún svarta afmæli, grill og hvítvín hjá henni
-sun: FRÍ allan daginn, en mig langar samt að gera e-ð með Söru
Já halló
ég er geðveikt lélegur bloggari núna, bæði að skrifa og skoða. Það kannski segjir meira umm vinnuna mína en mig, hehh. Já það er brjálað að gera. Skrýtið hvað lífið sveiflast í hægðir og lægðir á milli daga. Í gær gekk allt upp og ég var svo ánægð með vinnunna mína, en í dag gengur ekkert upp og ég geng um gólf að skammast. Það var samt frekar fyndið þegar ég stóð í morgun á graginu fyrir framan alla kvartandi og kveinandi um allt og ekkert þegar ég uppgvötaði að ég hélt einmitt á dömubindi....já það var þessvegna sem allir horfðu á mig svona skilningsríku augum. En þetta var nú bara tilviljun;)
Samt gaman þegar maður er svona pirraður að gera hluti sem maður hefur frestað að gera af því að maður vill ekki vera leiðinlegur við annað fólk. Núna er ég í stuði til að pikkafæt og þess vegna hringdi ég í Intrum sem tók upp á því að senda mér rukkun uppá 12.00 frá Ríkinu, um skuld frá því fyrir ári. Það besta er að ég er búin að vera á svartalistanum síðan ´97. Alltaf svo hressandi að rífast í liði sem maður veit að hefur rangt fyrir sér.
ég er geðveikt lélegur bloggari núna, bæði að skrifa og skoða. Það kannski segjir meira umm vinnuna mína en mig, hehh. Já það er brjálað að gera. Skrýtið hvað lífið sveiflast í hægðir og lægðir á milli daga. Í gær gekk allt upp og ég var svo ánægð með vinnunna mína, en í dag gengur ekkert upp og ég geng um gólf að skammast. Það var samt frekar fyndið þegar ég stóð í morgun á graginu fyrir framan alla kvartandi og kveinandi um allt og ekkert þegar ég uppgvötaði að ég hélt einmitt á dömubindi....já það var þessvegna sem allir horfðu á mig svona skilningsríku augum. En þetta var nú bara tilviljun;)
Samt gaman þegar maður er svona pirraður að gera hluti sem maður hefur frestað að gera af því að maður vill ekki vera leiðinlegur við annað fólk. Núna er ég í stuði til að pikkafæt og þess vegna hringdi ég í Intrum sem tók upp á því að senda mér rukkun uppá 12.00 frá Ríkinu, um skuld frá því fyrir ári. Það besta er að ég er búin að vera á svartalistanum síðan ´97. Alltaf svo hressandi að rífast í liði sem maður veit að hefur rangt fyrir sér.
fimmtudagur, júní 19, 2003
16.júní gerðist ég hámenningarleg (harpa ertu ekki stolt af mér???) og fór á GRÍMUNA eða the MASK. Ég var þar lespíudeitið hennar Kollu(nar minnar) og stóð mig rosalega vel. Fyrst fórum við í mjög posh matarboð þar sem sushi og kampavín voru á borðstólnum. Þetta matarboð var í boði Kvetch sem já var einmitt SÝNING ársins. Þannig að ég var sko þokkalega í aðalelítunni. Það var tekin mynd af mér í Séð og Heyrt (get samt ekki lofað því að hún birtist af því að ég er ekki fræg...ekki lengur allavegana, hætti í Rokklingunum fyrir 12 árum sko)
En það var alveg obboðslega gaman á sjálfri afhendingunni. Ég og lessan mín sátum á góðum stað fyrir sjónskerta og klöppuðum mikið fyrir þeim sem okkur fannst ætti styttuna skilið. Svo fórum við á ballið á sögu (mjög elítulegt) og kollan tók myndir af mér með styttuna og svo varð ég skotin í homma (það er súrt) en er það ekki smá elítulegt???, það gengur td alltaf mjög mikið á í Hollywood..
Eftir ballið lá leiðin samt doldið niður á við þar sem ég endaði á Sirkús og var þar til lokunar, það var samt alveg mjög gaman og var ég þar í einstaklega góðum félagsskap...
...sá félagskapur fylgdi mér á þjóðhátíðardaginn og skemmti ég mér vel. Við löbbuðum í bænum og hittum fólk og keyptum candyfloss. Svo um kvöldið hitti ég ragnarinn og hans lið og við bökuðum amerískar pönnsur og spiluðum scrabble, við sáum samt írafár á sviðinu, en svo var það bara njallinn því við erum ekki hress í rigningu.
Jáhh það eru sko skemmtilegir dagar núna...
En það var alveg obboðslega gaman á sjálfri afhendingunni. Ég og lessan mín sátum á góðum stað fyrir sjónskerta og klöppuðum mikið fyrir þeim sem okkur fannst ætti styttuna skilið. Svo fórum við á ballið á sögu (mjög elítulegt) og kollan tók myndir af mér með styttuna og svo varð ég skotin í homma (það er súrt) en er það ekki smá elítulegt???, það gengur td alltaf mjög mikið á í Hollywood..
Eftir ballið lá leiðin samt doldið niður á við þar sem ég endaði á Sirkús og var þar til lokunar, það var samt alveg mjög gaman og var ég þar í einstaklega góðum félagsskap...
...sá félagskapur fylgdi mér á þjóðhátíðardaginn og skemmti ég mér vel. Við löbbuðum í bænum og hittum fólk og keyptum candyfloss. Svo um kvöldið hitti ég ragnarinn og hans lið og við bökuðum amerískar pönnsur og spiluðum scrabble, við sáum samt írafár á sviðinu, en svo var það bara njallinn því við erum ekki hress í rigningu.
Jáhh það eru sko skemmtilegir dagar núna...
Síðustu helgi fór ég í skemmtilegustu bústaðarferð í öllum heiminum. Við spiluðum sto, leikaraleik og sungum lagið hei nanana vóooó og fleiri lög því það voru 3-4 gítarleikarar með í för. Svo klöppuðum við líka fullt fyrir hvort öðru, því það var alltaf e-r að segja e-ð fyndið. Á sunnudeginum fórum við í sund og sungum meira og svo á pizzahlaðborð og klöppuðum þegar þjónustustúlkan kom með e-ð handa okkur, sumir borðuðu 8 sneiðar á hlaðborðinu.
Mjög gaman, mæli með þessu. íslensk sveit klikkar ekki! Bráðum fer ég aftur í sveitina en þá ætla ég að fara að veiða.
Mjög gaman, mæli með þessu. íslensk sveit klikkar ekki! Bráðum fer ég aftur í sveitina en þá ætla ég að fara að veiða.
fimmtudagur, júní 12, 2003
Heimsóknir á síðuna mína hafa fækkað síðustu daga. Er ég svona leiðinleg? Hvað get ég gert til að auka vinsældir mínar? Ég vil nebbla alltaf vera svo hipp og cool...
Á ég að skrifa um kynlíf.....? Nei guð þá myndi pabbi alveg tapa sér. Svo er það heldur ekki talið hipp og cool af feministum að vera tengja ímynd sína við kynlíf og selja sig á þann hátt. En ég spyr; er ekki svaka hipp og cool að vera feministi í dag?
Á ég að skrifa um kynlíf.....? Nei guð þá myndi pabbi alveg tapa sér. Svo er það heldur ekki talið hipp og cool af feministum að vera tengja ímynd sína við kynlíf og selja sig á þann hátt. En ég spyr; er ekki svaka hipp og cool að vera feministi í dag?
Það er Radiohead dagur hjá mér í dag; ég hlustaði á tónleikaupptöku á leiðinni í vinnunna, þegar ég kom í vinnunna var verið að spila nýja diskinn, svo kíkti ég heim úr vinnunni í smá stund, þar voru amma og kettirnir að syngja karma police í kór. Amma er nefnilega í smá verkefni hérna hjá mér. Hún er svo yndisleg að hún bauðst til að afþýða ískápinn minn. Við erum að tala um ársbirgðir af uppsöfnuðum ís. Hún fann jarðaberjasúrmjólk sem mamma kom með handa mér þegar ég var veik í júní í fyrra sem var föst aftast í efstu hillunni....
Ég á bestu ömmu í heimi!
Ég á bestu ömmu í heimi!
laugardagur, júní 07, 2003
Ég fór á Rómeó og Júlíu um daginn....já aftur;) Forsetinn var þarna; núna er verið að snobba svo fyrir þeim, því þau eru að fara að verða heimsfræg í London...eða það held ég alla vegana! En allavega; ég komst að því að ég vil vera svona ástfangin eins og Rómeo og Júlía. Þetta er svo hrein ást. Þau eru að leika "leikinn" en samt ekki.
Hvernig finndist ykkur að sjá Gulla Helga leika Rómeó...þið vitið Gulla Helga sem er búin að vera hress og kátur á Bylgjunni í 15 ár. Ég sá einu sinni viðtal við hann í Séð og Heyrt þar sem hann var að útskrifast úr leiklistarskóla í Buendeirjíköwnum....en e-n veginn aldrei séð hann leika.
Hvernig finndist ykkur að sjá Gulla Helga leika Rómeó...þið vitið Gulla Helga sem er búin að vera hress og kátur á Bylgjunni í 15 ár. Ég sá einu sinni viðtal við hann í Séð og Heyrt þar sem hann var að útskrifast úr leiklistarskóla í Buendeirjíköwnum....en e-n veginn aldrei séð hann leika.
Fyrir akkúrat ári síðan var ég atvinnulaus í viku, sem kom sér nú alveg vel því ég var nýflutt inn og það var gaman að fara í IKEA og svo var svo mikil sól í þessari viku að Austurvöllur hélt mér fast í faðmi sínum. Í þessari viku byrjaði ég einmitt að blogga og í þessari viku ætlaði ég að mála baðherbergið mitt (sem er brúnrautt á litinn).
Í dag ætla ég að halda uppá daginn með því að blogga smá og svo er ég einmitt á leiðinni í Húsasmiðjuna að kaupa málningu fyrir baðherbergið og svo verður bara eksjón!!!!
Í dag ætla ég að halda uppá daginn með því að blogga smá og svo er ég einmitt á leiðinni í Húsasmiðjuna að kaupa málningu fyrir baðherbergið og svo verður bara eksjón!!!!
fimmtudagur, júní 05, 2003
Það er svo mikið að gerast hjá vinum mínum þessa dagana...
Sara: Hún er komin inní læknisfræðina í Odense, ég er svo stolt að ég væli einu cry baby tári 4-5 sinnum á dag...one salty lonley tear... En allavega; ef e-r á það skilið að hafa verið valin af 1300 manna hópi þá er það hún Sara. Til hami Húnngju!!!
Brynhildur: Hún á von á sínu 3ja barni í nóvember (jissúss ég vona að ég megi segja þetta hérna) og hún fékk að vita kynið í dag...ætla allavega að bíða með að kjafta því. Hún veit ekki einu sinni að ég viti það. En Brynhildur er hin fullkomna húsmóðir og móðir og allra besta vinkona sem maður getur óskað sér.....giiiiiðvikur djammari líka, allaveg þegar hún er ekki ólétt eða nýbúin að eignast einn unga;)
Arnhildur: Hún var að kaupa sína fyrstu íbúð og flytja inní hana sl. helgi. Ég óska henni og Hauki hjartanlega til hamingju. Þau eru búin að púla sl. daga við að koma öllu í stand. Svo fengu þau einn af kettlingunum....og það var kátt í höllinni, höllinni HÖLLINNI!!!
Maj-britt og Helga Guðný: :Þær litlu stöllur eru núna um það bil að lenda í Verona (já einmitt þar sem Rómeó og Júlía voru e-ð að deita). Þær ætla svo að ferðast um í Ítalíu næstu 3 vikurnar. Til hamingju Diljá; ég held að ég geti ekki öfundað þær meira! En guð hvað það verður gaman hjá þeim...Ég fer bara til Ítalíu í honnímúninu mínu sko!
Halla: Hún er bara orðin kennari 4 kræing át lád! Á meðan ég er búin er búin að vera slæpast í vinnum og rugli er hún búin að hrista eitt stykki háskólanámi útúr erminni...eins og ekkert sé! Ég er svo ánægð með hana. Og svo er hún orðin blaðammaður á Mogganum....alltaf í rauðvínu og chilli með aðalköllunum þar....eða bráðum:) hehh er það ekki Halla?
Mér fannst ég bara verða að deila þessu með ykkur. Svo eftir smá tíma kemur líka önnur svona montvinafrétt en það má ekki alveg strax...
Sara: Hún er komin inní læknisfræðina í Odense, ég er svo stolt að ég væli einu cry baby tári 4-5 sinnum á dag...one salty lonley tear... En allavega; ef e-r á það skilið að hafa verið valin af 1300 manna hópi þá er það hún Sara. Til hami Húnngju!!!
Brynhildur: Hún á von á sínu 3ja barni í nóvember (jissúss ég vona að ég megi segja þetta hérna) og hún fékk að vita kynið í dag...ætla allavega að bíða með að kjafta því. Hún veit ekki einu sinni að ég viti það. En Brynhildur er hin fullkomna húsmóðir og móðir og allra besta vinkona sem maður getur óskað sér.....giiiiiðvikur djammari líka, allaveg þegar hún er ekki ólétt eða nýbúin að eignast einn unga;)
Arnhildur: Hún var að kaupa sína fyrstu íbúð og flytja inní hana sl. helgi. Ég óska henni og Hauki hjartanlega til hamingju. Þau eru búin að púla sl. daga við að koma öllu í stand. Svo fengu þau einn af kettlingunum....og það var kátt í höllinni, höllinni HÖLLINNI!!!
Maj-britt og Helga Guðný: :Þær litlu stöllur eru núna um það bil að lenda í Verona (já einmitt þar sem Rómeó og Júlía voru e-ð að deita). Þær ætla svo að ferðast um í Ítalíu næstu 3 vikurnar. Til hamingju Diljá; ég held að ég geti ekki öfundað þær meira! En guð hvað það verður gaman hjá þeim...Ég fer bara til Ítalíu í honnímúninu mínu sko!
Halla: Hún er bara orðin kennari 4 kræing át lád! Á meðan ég er búin er búin að vera slæpast í vinnum og rugli er hún búin að hrista eitt stykki háskólanámi útúr erminni...eins og ekkert sé! Ég er svo ánægð með hana. Og svo er hún orðin blaðammaður á Mogganum....alltaf í rauðvínu og chilli með aðalköllunum þar....eða bráðum:) hehh er það ekki Halla?
Mér fannst ég bara verða að deila þessu með ykkur. Svo eftir smá tíma kemur líka önnur svona montvinafrétt en það má ekki alveg strax...
miðvikudagur, júní 04, 2003
Stundum meika ég ekki að ég er orðin fullorðin. Langar svo að vera bara 5 ára á leikskóla þar sem aðaltískan var að borða ekki kartöflur og segja dónaleg orð þegar fóstrurnar heyrðu ekki (annars var ég ein af þessum sem reif bara kjaft...) Eða ef ég væri ekki 5 ára vildi ég að ég væri í gaggó og ætti öll unglingsárin eftir. Ég er nýbúin að taka eitt af þessum upprifjunarkvöldum* með Hörpu vinkonu og við komumst alltaf betur og betur að því að við áttum eðalgelgju.
Ég líka búin að komast að því að ég er ekki tilbúin að kveðja æskuna. Langt því frá....
*þau ganga út á það að segja fólki sem við er nýbúin að kynnast(eða þeas voru ekki með á unglingsárunum) klikkuðustu sögurnar frá gelgjunni (12-20 ára...eða bara 23 ára eeehhummm) og svo halda að þeim finnist þetta jafn skemmtilegt og okkur.hahahahahhaah
Ég líka búin að komast að því að ég er ekki tilbúin að kveðja æskuna. Langt því frá....
*þau ganga út á það að segja fólki sem við er nýbúin að kynnast(eða þeas voru ekki með á unglingsárunum) klikkuðustu sögurnar frá gelgjunni (12-20 ára...eða bara 23 ára eeehhummm) og svo halda að þeim finnist þetta jafn skemmtilegt og okkur.hahahahahhaah