mánudagur, mars 31, 2003

vá hvað það var gaman um helgina!!!

Á föstudaginn fór ég með Arnhildi vinkonu og Hauk hennar heittelskaða í bíó. En þau voru einmitt að kaupa sér íbúð, til lukku ,með það!! Sáum óskarsverðlaunamyndina Chicago sem var bara svona la la. Ég var nú aðeins byrjuð að dotta sko...en það segjir meira um mig en myndina að vísu.

Laugardagurinn var tekinn snemma og ég skellti mér í ræktina, í e-n svaka púltíma. Þaðan lá leiðin í ljós og svo beint í seltjarnarneslaugina þar sem ég lét þreytuna leka úr og fyllti batteríin á meðan ég fylgdist með helgarpöbbunum leika við ungana sína, hehhh.
Síðan hélt ég heim og tók mig til og gerði Njallann voða hreinan og fínan. Þegar íbúðin var orðin fín, gerði ég sjálfa mig sæta og fór með Maj-Britt og Tinnu á Kvetchinn. Þetta var hin skemmtilegasta sýning sem kemur huganum á stað. Mæli mikið með henni.

Við vorum allar komnar með púka í okkur og í hléinu sagði ég við stelpurnar að ég ætti allt í "rússneskt kókaín" heima (fyrir þá sem ekki vita er það vodka staup, tekið með sítrónu, kaffi og sykri) Frekar fyndið að sjá svipinn á liðinu í kringum okkur. En allavega: heim fórum við og byrjuðum pent, áður en við vissum af töluðum við svo mikið að það var ekki nokkur leið að komast að. Blöðruðum um allt á milli himins og jarðar eins og vinkonum sæmir.

Þetta var eitt að þessum kvöldum sem allt gekk upp og allt var svo gaman. Þegar við komum niðrí bæ fórum við fram fyrir röð á ölstofunni, komum inn og þá var akkúrat að losna borð á besta stað. Svo komu Halli, Ilmur og Æsa með steikarlykt beint af Argentínu að hitta okkur. Hitti svo mikið af skemmtilegu fólki og allir voru svo hressir. Þetta er málið sem gerir djamm til þess að fara á djamm aftur. Svo vorum við komin með dansfiðring í okkur og hentumst niðrá Þjóðleikhúskjallara(engin röð, ókeypis inn) þar sem gullfoss og geysir voru að gera góða hluti eins fyrri daginn.
-Maríanna taktu eftir: Þar var hún Svanhvít að slamma í takt við rokk og ról með nýja pönk lúkkið sitt. Alltaf gaman að dansa við hana í sveittum fíling.En tíminn leið hratt og áður en við vissum af var búið að kveikja ljósin. Ekki að spyrja að því hvert við héldum næst....22; heitasti nætuklúbbur í bænum...hehhh. Alltaf gaman að dansa sig sveittan þar. Var aðallega að í mjaðmahnykkja dans a la Dórilórilei. Ég faldi jakkann minn svo vel að ég var í hálftíma að leita að honum, mundi ekkert hvar ég setti hann. Ekta ég!

Um 6 var maður orðin lúinn og ég laumaðist út og fór heim á trúnó með Dóra vini mínum, úff alltaf gott að létta á sér;)
Sofnaði með bros hringinn, enda búið að vera fullkomið kvöld frá upphafi til enda! Svona á þetta einfaldlega að vera.

Hlakka til næstu helgi því þá er AMMÆLIÐ mitt! Vantar uppástungur, láttu mig vita ef þú ert með eina slíka...

föstudagur, mars 28, 2003

Þegar maður hefur lent í svona flugmissi eins og ég , er aðeins tvennt sem maður getur grætt til baka í staðinn fyrir peningana...og .það er athygli á meðan maður segjir söguna (og ýkjir örugglega í hvert skipti, hmm) og svo eru það aðrar sögur á móti um svipaða hluti. Mér líður alltaf betur og betur að heyra að ég sé ekki sú eina í heiminum sem hefur upplifað þennan hvílíka harm, eeeuuhuumm. En í gær sagði Arnhildur mér að hún þyrfti að borga 15.000 í hraðaakstursekt. Sko þarna fannst mér eins og hafi grætt helling, því nú þarf ég bara að borga 5000 meira en hún í blóðpening.....hahahah skiljið mig???

Blóðpeningar eru það leiðinlegasta sem ég veit nefnilega. Vextir, videoskuldir og svona viðbjóður eru á mínum lífsins svarta lista !!!
vá það er ekkert að gerast í lífi mínu sem ég get sagt ykkur frá, vikan er bara búin að líða hratt, ég er bara búin að vinna og fara í hopp og skopp í gymminu á kvöldin. Jáh það er heilsu átak í gangi, núna heitir það ekki í kjólinn fyrir jólin heldur meira kannski "veratöffígallabuxumísumar" átakið. Legg miklar vonir í þetta allt saman.

Fór áðan eftir vinnu á vídalín á vínil en það var búið þegar ég kom, er bara komin heim á netið eins og svo oft áður og með simpsons í tækinu. Ég fæ einfaldlega ekki ógeð af þessu, kann orðið alla þætti utan að og finnst þeir alltaf jafn fyndnir. Ég er svo heppin að eiga bræður sem tók upp heilu árin af simpsons, ásamt hellings af góðum kvikmyndum og öðrum eðal þáttum. Þannig að alltaf þegar ég fer í fjölskylduheimsókn, skila ég fullum poka af spólum og tek annan með heim.

Daníela kisan mín er bara orðin kaaaas og það fer bara líða að þessu. Ég er alveg nett stress. Ég meina núna bara á næstu dögum á ég eftir að vakna við e-ð gól og hún að gjóta...hva kannski 5 litlum? og bara gums oll óver ðe pleis. En þetta verður örugglega í lagi, hún er svo róleg....og svöööööng!

En hvað á annars að gera um helgina? Ég er búin að plana þetta útí eitt og hlakka mikið til, ekkert smá gaman að þurfa ekki að vakna kl. 11 á sunnudagsmorgun til að fara að vinna eins og s.l. 28 helgar, eða e-ð álíka.

þriðjudagur, mars 25, 2003


NO BUSHIT


Er að hugsa um að taka smá leikhúsmaraþon um helgina og sjá leikrit sem ég hef ei séð og langar mikið að sjá. Það eru leikritin Kvetch og Maðurinn sem hélt að konan sín væri hattur. Er búin að vera að reyna að sjá Kvetchinn síðan í nóvember eða e-ð álíka, en alltaf kemur e-ð uppá. Á laugardaginn er ég laus og ætla að fara að sjá þetta. Kolla heyrir þú það;)

Hver vill koma með mér? Endilega hafðu samband, hver sem ert...ég elska ykkur öll!
Búin að vera spá mikið í þessu flugfreyjudjobbi undanfarið...mín spurning er; Hvað er svona merkilegt við þetta starf í dag?
Ég skil alveg hvað var í gangi hérna fyrir uþb 30 árum, þá ferðuðust íslendingar ekkert mikið, bara ríku stubbarnir og þeim kynntust freyjurnar og var í kjölfarið boðið í fín partý og svona rugl. Þær fengu yfirleitt nokkura daga stopp í hverju landi, sérstaklega ameríku;landi drauma og tækifæra. Ef þú varst flugfreyja þá vissir þú að þú varst yfirburða sæt og gáfuð. Þær áttu allt sem ekki fékkst á Íslandi, bjór, m & m´s og fallegar snyrtivörur í massavís, já og falleg merkjaföt sem íslendingar þekktu aðeins frá tískuvikunum í parís.

Í dag:Kröfuharðir Íslendingar á fyllerí á öllum tímum sólarhring. Þær vakna klukkan 5 og mæta í rútu til að fara í þetta mötuneitisdjobb, sem gengur út á að færa þessum umtöluðu íslendingum mat á plastbakka og taka þá svo af borðunum. Labba svo með kerru og sem er búð og taka við velstaujuðum vísakortum og renna þeim í gengum sleðann. Það eru engin stopp í hinum stóra heimi. Svo koma þær dauðþreyttar heim, því flugtak og lending tekur gífurlega á líkamann. Jú þær eru nú flestar voða sætar, en kannski ekki allar og vá það hlýtur að vera pressa á þeim. Búningurinn okkar er mjög fallegur miðað við aðrar þjóðir, líka hannaður af ítölskum hönnuðum minnir mig. Þetta starf er bara snobb og ekkert meir.

mánudagur, mars 24, 2003

Komin upp a Arlanda sem er hinn nymodins flugvöllur Stokkholms. Eg held ad tarin seu ad thorna, thetta endadi ekki vel sem sagt herna i morgun.

Eins og eg sagdi fra i gaer, fekk eg mer herbergi a agalega flottu hoteli, heitir Elite Palace. Vid Ragnar forum bara i seven eleven og kauptudum okkur fullt af godgaeti (sko af thvi ad eg er i megrun) og kurdum fyrir framan sjonvarpid uppa herbergi. Svo for hann um 23 til köben, shit hvad thad var skrytid. Vera einn a e-u hoteli uti heimi... en eg var bara hress og hoppadi i ruminu og reyndi ad halda mer vakandi fyrir oskarinn...en ad sjalfsögdu sofnadi miss dilja;)

Vaknadi svo snemma i morgun og kom mer uppa völl til ad redda midanum. Eg var komin ad thvi ad gubba thegar eg kom hingad, thvi a leidinni uppeftir taladi eg vid konu hja Icelandair (gedsjukt fyrirtaeki btw) sem baud mer one way mida a; ja hvorki meira ne minna en 70.000 kronur, hmmmmm! Svo kom eg ad deskinu hja SAS, reyndi ad velja vinalegustu typuna og hof raeduna mina sem eg var buin ad aefa alla lestarferdina. Sagdi nu alveg rett fra öllu, kryddadi svona her og thar kannski sma, adallega thegar tarin voru byrjud ad leka og eg ad segja konunni fra litlu stelpunni minni a islandi sem vaeri svo lasin og thurfti ad fa mömmu sina, og ad eg heafi eitt sidustu peningunum i litlid hostel nidri bae til ad vera herna eina extra nott. Ok annad hvort er eg svona ömurlegur leikari (sem eg er ekki, ad minu eigin mati...hehh) eda tha ad hun er bara svona köld thessi kona. En hun fann svo e-d youth price fyrir mig og midann keypti eg og er alveg ad fara ad geta hlegid ad thessu öllu saman...er thad ekki thad eina sem eg get gert annars???

sunnudagur, mars 23, 2003

Sit thessa stundina a netkaffihusi i menningarmidstöd Stokkholms, velin min er örugglega ad lenda heima i Keflavik nuna. En nei eg er ekki med i för.... eg hef gerst svo fraeg ad missa af velinni heim. Jähh svona er thetta!! Sem betur fer er hann Ragnar med mer og verdur her til 23 i kvöld. Stelpurnar foru i Viking Line skipid fyrir halftima. Eg er bara buin ad finna mer posh hotel og aetla bara ad vera eins og drottning i Oskarsglapi i nott (",)...er thad ekki malid?

En helgin ja helgin, hun var alveg toppur, segji betur fra henni thegar eg kem heim, thvi thad a ad loka herna eftir 10 min....

fimmtudagur, mars 20, 2003

Har da bra allesamenn min venn i islanda!!!

....ja ok ég kannn ekki einu sinni dönsku (rokklingurinn kann bara hollensk í staðinn sko) En eftir uþb 1/4 úr sólarhring er ég að fara til Stokkhólms á vit ævintýrana með Harps og Rags ofl kátu liði. Er að fara að pakka og ætla enn og aftur að gera þau skemmtilegu mistök að taka allt of mikið með mér og kaupa svo strax gommu á fyrsta degi...hehhh

Eskaahhh lífið þessa dagana, það er allt svo gaman og spennandi. E-ar stjörnur fyrir ofan mig sem eru alveg að dansa sko...

Far vel....
Hilsen fra pigen í Sverge...jaaaa!!

læt heyra í mér eftir helgi

ps. finnst ykkur ekki lagið í star trek giiðviggt? (eeehh þátturinn er sko að byrja....) úff ég verð að fara að pakka og gera fínt fyrir ödda bró sem ætlar að passa njallann og gefa sísvöngu daníelu óléttu að éta...

pps. ég er búin að fá svona 13 mótmæla sms...flest frá fólki sem ég þekkji ekki. Hver eru þið? Allavega ég verð með ykkur í anda. Rasskellið Dóra frá mér...

vá er ég með bloggmunnræpu? ok ég er farin...:)

miðvikudagur, mars 19, 2003

„Já“ við kynferðisafbrotum?

Er einhver sáttur við núverandi dóma við kynferðisafbrotum?
Það er stutt síðan ég áttaði mig á því að réttlætisgyðjan hefur bundið fyrir augun því réttlætið á að vera blint. Það sama á að ganga yfir Jón og séra Jón.
Það sem ég skil ekki enn er hvers vegna hún er hlekkjuð af fordæmum. Nema það sé til að tryggja samræmi á milli dóma.
Ef fordæmið á að tryggja samræmi, hvernig getum við þá réttlætt ósamræmið á milli dóma við kynferðisafbroti og þjófnaði? Ef við ættum valið, hver okkar myndi frekar velja að verða fyrir nauðgun en þjófnaði?
Ef fordæmið á að tryggja samræmi, hvernig brotnuðu hlekkir fordæmanna í fíkniefnamálum?
Er það vegna þess að þau urðu grófari og grófari?
Ef flest grófustu kynferðisafbrotin í dag verðskulda um þrjú ár, hve gróft þarf þá kynferðisafbrot að vera til að verðskulda þau sextán ár sem lagaramminn býður upp á?
Þekkir þú einhvern sem er sáttur við núverandi dóma við kynferðisafbrotum?
Dómsmálaráðherra þiggur vald sitt af okkur kjósendum. Launin eru góð og hún fær vald til að sinna starfinu, vald til að framkvæma og leggja fram frumvörp á alþingi.

Í staðinn viljum við að hún komi málum þannig fyrir að við getum verið sátt við okkar hlut.
Ert þú sátt/ur við núverandi dóma við kynferðisafbrotum? Ef við gerum ekki neitt erum við þá ekki að segja valdhöfum að núverandi ástand sé ásættanlegt?
Ef þú ert ekki sátt/ur þá geturðu sent dómsmálaráðherra vefpóst á: postur@dkm.stjr.is Fyrirsögnin gæti verið: „Sólveig Pétursdóttir“ og skilaboðin: „Ég er ósátt/ur við núverandi dóma við kynferðisafbrotum. Hvað ætlar þú að gera?“

mánudagur, mars 17, 2003

já þegar ein hurðin lokast opnast önnur.....

það er alltaf að sannast betur og betur. Í gær lokaði ég 2 hurðum og í dag opnuðust tvær aðrar í staðinn.... Það er svo mikið að gerast í lífi mínu núna og ég er svo hamingjusöm. Helgin var frábær, ekkert djamm bara bíó, lekhús og kúúúúr!

Brjálað að gera framundan, hver mínunta er plönuð. Yfirleitt á ég að vera á tveim stöðum á einu hverja einustu stund, en maður reynir að forgangsraða. Ótrúlega margt spennandi að gerast, sem ég segji frá seinna. En eitt sem ég vil deila: ER AÐ FARA TIL STOKKHÓLMS Á FIMMTUDAGINN. Vá hvað ég hlakka til!

Mig dreymdi í nótt að ég ég ætti feitasta ungabarn í heimi. Það var strákur og hann var kínverskur, algjör bolla. En guð hvað ég elskaði hann mikið þarna í draumnum.Svo sár yfir því að allir voru að hlægja að honum. Ekkert smá raunverulegt. Ég er búin að sakna hans í allan dag. Skrýtið hvað maður getur upplifað e-ð sterkt í draumum.

fimmtudagur, mars 13, 2003

Vakna klukkan átta, mætt í vinnu níu, vinna til fimm, fara þá í næstu vinnu og vera þar til hálf eitt, koma heima, úppí rúm og sofna, vakna klukkan 8, mætt í vinnu, níu, vinna til fimm, fara þá í næstu vinnu og vera þar til hálf eitt, koma heim uppí rúm og fara að sofa....á morgun verður einmitt nýung í lífi Diljár: þá mæti ég klukkan hálf níu um morguninn, og svo fer ég í eina vinnu klukkan 5 og svo aðra um 7 og vera til hálf eitt!!

...er þetta þess virði? mér er spurn...

...ligg núna hérna uppí rúmi, með sigurrós ómandi; sem ætlar að svæfa mig. Mig langar samt ekki að fara að sofa og vakna á morgun í þennan dag sem mín bíður.....og bara næstu dagar. Ógeðslega fyndið hvað maður trúir því alltaf að maður væri að gera allt annað og skemmtilegt þegar maður er fastur við td. vinnu eða lærdóm. En svo þegar maður á frí er maður oft bara heima að stara útí loftið og klippa táneglurnar.

sunnudagur, mars 09, 2003




ATTENZIONE!!!!!

...er e-r sem getur reddað mér Twin Peaks þáttunum, sko á meðan David Lynch leikstýrði þeim ennþá þeas. Ég er komin með þetta á heilann aftur. Sá myndina um daginn sem er ekkert miðað við þættina og núna VERÐ ég að fara að sjá þá aftur...ekki búin að sjá þá í 12-13 ár, úff!

PLÍS!! ef þú veist um e-n eða átt sjálfur og vilt lána mér, hafðu samband!....annars dey ég:)
Það er svo margt í bíó núna, ég held að mig langi til að sjá 7 eða 8 myndir. Annað hvort allt eða ekkert, fyrir jól var aldrei neitt. Þetta er svona eins og; annað hvort eru 3 partý á laugardagskvöldi og ég að vinna eða ekkert að gerast, ég í fríi og allir að gera e-ð annað en sýna mér áhuga...nó vott æm seiííííng?

Annars er ég bara nokk hress...eða nei ekkert rosalega ef ég á að vera hreinskilin. En mér finnst mín vandamál svo silly og pöþþettikk að ég skammast mín fyrir að vera láta mér líða illa yfir þeim og velta mér uppúr þeim. Samt er ég með kökk og vot augu. Æ svo er fólk í kringum mig að díla við mjög alvarlega hluti eins og geðheilsuvandamál og svo sá ég lítinn strák áðan sem var mjög fatlaður einn að labba í rokinu með grind. God þá finnst mér mín stelpuvandamál við það að vera kjánaleg....nei ansnaleg! En maður skilur sína sorg best og finnst hún verst...meira segji ég ekki:)

Helgin var ok, aðallega gærdagurinn. Ég vaknaði snemma í gærmorgun og ákvað að bjóða Svanhvíti og hennar næturdeiti í löns. Svo hentist ég með Ragnari í sund, varð dópuð í nuddpottinum, þetta er æði. Svo löbbuðum við niðrí bæ og kíktum í kolaportið. Kauptaði mér appelsínugulan lampaskerm sem er æði og gleraugu sem gera mig mitt á milli gáfulega og hallærislega. Svo fórum við á Súfistann og átum og lásum þar þangað til ég fór í vinnunna.
Frábær laugardagur!!!

Jæja ég er farin....jafnvel í bíó bara:)

miðvikudagur, mars 05, 2003

Mig dreymdi í nótt að ég væri aftur byrjuð í Loftkastalanum. Frekar fyndið, ég hef ekki komið þangað í 2 ár. Sem er líka skrýtið, því í 5 ár bjó ég þarna liggur við. Ég fann alveg lyktina í draumnum og þarna voru allir af gamla staffinu. Æ þetta voru yndislegir tímar sem enduðu illa, uuummfflfhhh!! En ég er að spá í að fara að fara þangað for the fun of itt og sjá hvernig allt er núna.

Fyrir þá sem ekki vita þá er fyrirsögnin hér að neðan úr myndbandaauglýsingunni sem mér finnst endalaust fyndin og hlæ alltaf þegar ég sé...æm olso djöst ei görl stending in front of ei bojí asking him tú lov hör....:)

Ég var líka að ákveða eitt: þegar ég flyt til Hollands ætla ég að fá mér fallegt ömmuhjól með stóru stýri sem maður getur setið uppréttur við og svo ætla ég að setja fallega bastkörfu á það. Svo á laugardögum ætla ég að verlsa inn á markaðinum, þar er mun ódýrara og allt ferskt og svona. Gríp kannski einn blómvönd með þegar ég er í afskaplega góðu skapi:) Mmmm guð hvað ég er mikil heimskona....

Fyrst að ég er byrjuð: Hey Arnheiður og Júlli!!! Hvað varð um ferska og galvaska gönguklúbbinn sem ég skráði mig formlega í í haust. Ég er alveg manneskjan í það dæmi núna...komin í djammpásu og svona. Skora á ykkur að starta þessu batteríi A.S.A.P!!!

þriðjudagur, mars 04, 2003

Jibbíkæjéi moðer fokker...

...partýið á laugardaginn var fínt. í heldur rólegri kantinum, samt sem áður var kvartað og löggan kom. Segjir meira um kvartarann heldur en partýið að vísu. Það hefur lítið gerst síðan. Ég var að koma úr saltkjötogbaunirtúkall dinner hjá ömmu og afa í breiðholtinu, og ég finn þarmagasið magnast upp um leið, hmmm!

Fór í saumóklúbb sem við köllum perluklúbb (í e-i uppreisn) á sunnudagskvöldið. Tek undir með Maríu og segji að þessar perluvinkonur mínar séu mér meira virði en demantar og gull. Eitt kvöld með þeim jafnast á við 5 sálfræði tíma og 8 sjálfstyrkinámskeið. Kom endurnærð þaðan eftir mjög svo erfiðan dag andlega.

Það er lítið sem ekkert framundan í mínu lífi. Vona að þessi bloggsíða leggjist ekki niður....

laugardagur, mars 01, 2003


TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ KÆRA ÍSLAND, TIL HAMINGJU MEÐ BJÓR AFMÆLIÐ!!!




....já við eigum afmæli í dag, 14 ára meira að segja. Maður ætti að fara ferma bjórinn? hmmmm
En í tilefni dagsins er brjáluð stemmning hér á Njallanum. Dætur Eymundssons ætla svo sannarlega að sletta úr klaufunum, íhaaaa!! Eins og áður hefur komið fram er þemað B og ég er búin að redda mér byssu og byssu hólk. Svo er ég með brúnt sítt hár sem verður greitt í 2 fléttur og kamóflas klútur bundinn um ennið, hvítur augnskuggi og glimmer....já "segðu mér allt" elskan:)

Er núna með íslenskustöðina í botni, þvílík snilld! Öll gömlu góðu íslensku lögin: á sjó, bíddu pabbi, ó ljúfa líf!! Ég stíg dansinn við ryksuguna og syng hástöfunum með...eins og sannur rokklingur auðvitað! En jæja ég ætla að halda áfram að hafa mig til og svo er hún Kolla að koma að skreyta með mér.

Tjúttí tjútt!!!