Stjörnuspáin mín í dag er flott:
Ástin blómstrar og þér hefur sjaldan liðið eins vel og nú.
Vá það er naumast...ég er að vísu ekki ástfangin af neinum núna. En mér líður vel, ég er í góðu jafnvægi.Kannski af því að ég losaði um svo mikið og áttaði mig á svo mörgu í Köben.
Það er samt eitt leiðinlegt sem gerðist áðan. Ég fékk innheimtuseðil sem var með - (mínus) fyrir framan upphæðina...upphæðin var 137.000. Svo hringdi ég niðrí skatt og þá var þetta rétt, ég ætti semsagt þennan pening. En NEI ég skuldaði mikið mikið miera og þetta gekk uppí. Jáhh svona er þetta nú. En það var gaman að eiga marga marga peninga þar til ég komst að hinu sanna!
Helgin lítur vel út:
Núna á eftir kemur hann Óskar lille bró (8 ára) og ætlar að fá að sjá heim sjónvarpsins og taka þátt í útsendingu Kastljóssins með mér. Hann er svaka spenntur...og ég líka. Svo ætlum við heim til mín að horfa á video og borða góðan mat og leika í Nintendo (ég vil samt bara fara í gamla Mario Bros...sem er ekki í 3-vídd hmmm) Svo gistir hann, vhííí. Hann er búinn að bíða eftir þessu síðan ég flutti inn.
Á morgun er svo GAY PRIDE! Shit hvað ég er spennt. Þetta var svo ógeðslega skemmtilegt í fyrra...Og á morgun er jafnframt árshátið HÁS-systra...við ætlum í gönguna, svo að borða saman og svo bara á FEITT HEVVÍ Í Í djamm! vhíííí
Vona að það verði gaman.....jú það verður það!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli