mánudagur, ágúst 12, 2002



....vá hvað gay-pride er frábær dagur.

ég var líka stoltur aðstandandi samkynhneigðra þar sem ég þekkji mikið af slíku stuðfólki. Kollan<a href="http://www.kollster.blogspot.com"> mín var líka ein af skipuleggendunum og búin að eyða sl. mánuðum í að gera þetta sem glæsilegast. Það gerði mig líka svo stolta:) En fyrst og fremst var maður bara í rífandi stuði ég söng og dansaði á Ingolfstorginu sem er þokkalega búin að sprengja utan af sér þennan dag!

Eftir stuðið í bænum var svo haldið á Njallann og haldið þetta groovy party þar sem fólkið streymdi inn eftir því sem leið á kvöldið. Veigar er kenndar eru við Bakkus voru "sötraðar" og ekki var langt í sólheimabros hjá Diljá. Það nýjasta hjá mér núna er að fara fyrst úr partýinu og skilja bara e-ð lið eftir heima...hmmm? En allavega svo var haldið á Kaffibarinn og ég man svona "glimps" þaðan en ég man að það var gaman og ég hitti fullt af fólki. En svo var haldið á 22 þar sem mér var meinaður aðgangur....frekar leim! En hann Halli minn sem er örugglega yndislegasti strákur sem ég þekkji tók mig að sér og kom mér heim á Njallann og við tjúttuðum þar í e-n tíma...eða þangað til hann fór að ná í alla á 22. Þá sat ég allt í einu eftir heima EIN, en var ekki að fíal það þannig að ég bara hljóp aftur niðrí bæ og mátti þá alltí einu fara frítt á 22. Frekar cool þar sem það kostaði 1000 kall inn. Þar voru allir í sveittum dans og við skemmtum okkur vel og vorum með síðustu út. Svo var eftirpartý á Njallanum og tjúttað til að ganga níu....ég vakanði svo klukkan 13 í öllum fötunum...hmmm? frekar tæp týpa:(

Gærdagurinn var helvíti á jörðu! Ég kastaði öllum upp sem niður fór og var með hausverk sem aðeins djöfullinn sjálfur getur hafa skapað. Þetta var hræðilegt og ég er enn með þynnkuleifar í dag! Líður semsagt ekki vel og langar heim að sofa...en ég á 6 tíma eftir:(

Engin ummæli: