mánudagur, ágúst 26, 2002

jæja...helgin er liðin

þetta var svaka helgi og ég skemmti mér mjög vel!

FÖS:
saran er farin hún fór á laugardaginn, og þess vegna var svaka partý hjá henni. Vá ég held að þetta sé troðnasta partý sem ég hef farið í lengi, fólk útum allt. Ég og Sara tókum auðvitað dansinn. Þetta er dans sem Stefán Hallur samdi...hva ´95 eða e-ð og við erum búnar að bæta við og dansa hann við öll tilefni s.l. ár! Flestir af Loftkastalastrákunum eru komnir með ógeð af okkur en núna á föstudaginn fenguð við nýtt krád...og þeir voru alveg að fíla okkur! vhíííí
Við fórum svo á Kaupfélagið, sem ég var ekkert að fíla...jú alveg fínt að ná svona herbergi og spjalla en tónlistin var ekkert spes... Því næst fórum við að dansa á 22 sem var gaman....sumir hösluðu!
Fannst frekar leiðinlegt að þurfa að kveðja Söru bara svona sveitt og útlifuð fyrir utan 22...en já svo er þetta:) Svo var lítið eftir-gett2geðer hjá mér...eða meira svona ættarmót. Þar voru komin saman: vinur minn, systir hans, bróðir hans, frændi hans og mágkona...og svo ég:)

LAU
Var komin áður en ég vaknaði liggur við í mjólkurbúðina á ný...var að gera litla bró greiða:/ svo fór dagurinn bara í almennt chill, fór með Sigrúnu og Maju á Brennsluna og svo heim að leggja mig. Var ekki að meika að fara að djamma aftur um kvöldið. Fór svo í heimsókn til Dóra og var þar langt frameftir kvöldi...samt sko alltaf á leiðinni heim að halda kveðjupartý fyrir Sigrúnu. Þegar ég loksins kom heim voru nokkrir komnir eehuhhh:)
Ég og Harpa þurftum að pína vínið í okkur og heldum að við yrðum komnar heim fyrir 3 að sökum þynnku....NEi NEI....þetta breyttist svo aldeilis. Við heldum stuðinu uppi....gjörsamlega! Kíktum á Sólon og 22. Músikin á 22 var mun betri en á föstudaginn. Ég var komin í það mikið stuð að ég var orðin ein eftir á djamminu að djamma með Svan sem seldi mér Njallann og vinum hans. Eitt var atvik flott þegar ung og bromild stúlka kom til mín kyssti mig djúpum kossi er kenndur er við Frakkland og svo fór hún! wheeepaaa...ég hélt að guttarnir þarna í kring myndu missa andlitin...gamanaaaasssuuuhhh!!
Kvöldið endaði svo í tedrykkju út á svölum með útsýni yfir Þingholtin.... jáhá

SuNN:
....almenn þynnka með öllu tilheyrandi: pizza á eldsmiðjunni, ná í kortið sem ég týndi daginn áður, video...dott yfir videoi, þynnki, sturta, eitt stykki gott símtal með manneskju sem ég veit ekki hvar ég væri án...án gríns. Svo var yndislegt um kvöldið. Ég, Ragnar og Kata fengum okkur asíkst take-away og horfðum á video....svo kenndum við Kötu að blogga....já hún er semsagt komin með síðu! Það er síða sem allir ættu að lesa...Kata er ein af þessu orðheppnu í lífinu!

Engin ummæli: