miðvikudagur, ágúst 21, 2002

...ég fór svo RÉTTU megin fram úr rúminu í dag...það gerist ekkert allt of oft, vanalega á ég mjög erfitt með að vakna. Svanhvít gisti hjá mér og þótt að hún ætti frí kom hún samt með mér á fætur. Ég er einmitt líka ein af þeim sem nenni ekkert að tala á morgnana en í morgun var bara geðveikt stúð hjá okkur vinkonunum. Við settum góða músík á, fundum til strandarföt (því hún er að fara til Ítalíu á morgun) og vorum bara e-ð að dúlla okkur. Þessi morgun gerði það að verkum að ég er búin að vera brosandi í allan dag. Eftir vinnu ætlum við Svansa svo að gera soldið sem á eftir að koma ÖLLUM MJÖG MIKIÐ Á ÓVART!!!! kemur í ljós...hmmm!

Svo eru líka skemmtileg kvöld farmundan:
-Í kvöld koma perlurnar mínar (bestustu vinkonur mínar úr Kvennó) í heimsókn. Svoleiðis saumaklúbbskvöld klikka aaaaldrei. Maður er alveg endurnærður eftir svona kvöld; bæði mjög ákveðnar umræður í gangi um allt og ekkert...en samt skilja svo mikið eftir því við erum allar mjög ákveðnar týpur með sterkar skoðanir...svo er líka hlegið þangað til það kemu piss i bussurnar :D

-Annað kvöld kemur leynifélagið mitt í heimsókn. Vá hvað ég hlakka til...Við höfum ekki hittst svo lengi og svo eru ýmis plön í gangi sem ég hlakka svo til að gera...

-Á föstudaginn er svo kveðjupartý hjá Sörunni minni sem ku flytja til Danskelands. Það verður eflaust stemmning...ætla samt að sjá til með djús og djamm. Það er líka alltaf gaman að fara á spontant djamm bara! Er það ekki?

Engin ummæli: