sunnudagur, maí 15, 2005

Vamm bamm thank you mam!

úss og svei, nú er MajBrittin bara farin aftur. Ég get sko lagt aðeins dýpri merkingu í orðatiltækið "time flies while you are having fun" núna. En fyrir afar áhugasama vil ég benda fólki á HÁS síðuna hérna til hægri, en þar rituðum við hápunkta ferðarinnar.
Takk fyrir komuna elsku Britney mín. Alveg ofsalega góður gestur!

Jæja í gær átti sér atburður stað sem hefur ekki átt sér stað í 10 ár! En jú Diljá Ámundadóttir festi kaup á gallabuxum!
Þetta voru snögg kaup, en ég finn á mér að þau séu góð kaup. Fyrst að visa kortið var orðið heitt ákvað ég að kaupa mér sumarpils líka, en ég hafði fallið fyrir einu fyrr um daginn. Því miður var sú búð lokuð þegar ég kom með kortið á lofti og drauma um sumarstúlkuna Diljá í gipsypilsi og tátiljum. En hún opnar aftur á morgun....

Það er víst HvítaSunnuHelgi en það fer víst fram hjá mér eins og allir frídagar núorðið. Skólinn kallar lokkandi orðum um lokaverkefni, og ég hlýði. Auðvitað.

Þegar ég vaknaði sá ég að stórvinkona mín, Lafði Svanhvít hafi reynt að tala við mig á MSN á meðan eg svaf:

svaf í geymslunni says: (08:15:25 AM) <--------------------*heheheh*
   dilla ert tu vakandi eg var ad lenda i einu rosa frikudu
svaf í geymslunni says: (08:15:39 AM)
   langa svo ad tala en allir eru sofandi
svaf í geymslunni says: (08:16:00 AM)
   tetta er eiitt tad skritnasta sem eg hef lent i
svaf í geymslunni says: (08:16:56 AM)
   tetta bætir soguna um hoslid med *ritskoðað* um 1000% tu munt alldrei trua tessu
svaf í geymslunni says: (08:17:00 AM)
   hahahahahahahahahhaah
svaf í geymslunni says: (08:17:30 AM)
   send mer sms tegar tu vaknar og eg segji ter sögu
svaf í geymslunni says: (08:17:44 AM)
   va hvad lifid er klikad

Þar sem ég er HRÚTUR og alveg óENDANlega forvitin manneskja er þetta að fara með mig!
Takið eftir MSNnafninu hennar. Það er saga föstudagskvöldsins sko. OldShitt news!
En ég bíð þa bara sveitt eftir nýustu fréttum að heiman.

Þangað til ætla eg í gymmið og kannski sitja smá í sólinni. Svo í skólann...

Bæjó

1 ummæli:

Maja pæja sagði...

Takk æðislega fyrir mig. ÞEtta var BARA yndislegt :-)