...hef ég alltaf, frá upphafi þessarar síðu, látið vita þegar ég hef borðað sushi. Já nýr heimur hefur opnast, því í dag sé ég að ég þarf ekki að fara á rándýra staði til að fá 5 bita af uppáhalds matnum mínum. Ég og Hanna (sem er með mér í lokaverkefnishóp) skelltum í nokkra bita í gær. Sátum svo uppí rúmi og horfðum á Christina Agulera maraþon á VH1 og borðuðum á okkur sushigat. Sem er gott, því sushi er hollt.
Lokaverkefnið gengur vel. Það er gaman að vera til. Og Öddi ég elska þig líka. 3 vikur og einn dagur þangað til ég kem heim.
Bæjó
1 ummæli:
hvernig myndum við líka lifa af ef við fengjum ekki að fylgjast með í hvert skipti sem the sushi master, fær sér sushi....???? ;p
Skrifa ummæli