þriðjudagur, maí 10, 2005

Það er tvennt

sem mér finnst alltaf fyndið. Get alltaf hlegið og hlæ alltaf ef:

-einhver þykist vera að labba niður stiga fyrir aftan/framan glugga, eða svona lyftu act. Besta ef er ef manneskjan lítur svona á klukkuna fyrst.
-ef Japani segir L í staðinn fyrir R. Hlæ alltaf!

Já svona einföld er ég víst. Það eru líka litlu hlutirnir sem skipta máli.

Svo hlusta ég líka á lög á repeat og get gert það tímunum saman. Verð alltaf jafn ángæð þegar ég hitti annað fólk sem getur það og við gerum það saman.

Svo já, ég verð líka ángæð þegar ég hitti fólk sem sofnar í bíó eða yfir bíómyndum. Og fólk sem finnst LOTR leiðinlegt líka.

Svo gott að vera ekki einn í heiminum....

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú og Sveinbjörn Valur væru þá góð saman, nú hlustar hann á Ghetto gospel með Tupac á repeat útí eitt!
Á það reyndar til líka sjálf,,,, hlusta of mikið á eitt lag þangað til ég fæ ógeð.

Maja pæja sagði...

Já ég tek sko líka lög á repeat... og elska sérstaklega 2 góð lög í röð.... tvennu eins og ég vil kalla það :-) en úff hvað ég hata fólk sem að sofnar yfir videoi... sérstaklega það sem að vill ráða myndinni ;-) he he he he

Nafnlaus sagði...

haha djö erum við eins.. Þoli ekki LOTR og finnst svo gott að lúlla aðeins yfir bíómyndunum. Á líka eftir að sjá helling af endum á myndum.Geðveikt fyndið um daginn var að tala við Sibba um the Pianist og vorum að tala um endinn..Fannst svo sorglegt hvernig hún endaði á því að hann dó.... Sibbi fékk hláturskast.....Þá endaði myndin ekkert þar sem ég hef greinilega sofnað án þess að vita af því!!! :-)
Er líka þessa dagana með Hildi Völu IDOL stjörnu á REPEAT... Já ég veit að ég er skrýtin!!!!!!

herborg sagði...

Ég verð að segja að við eru alls ekki ólíkar Diljá:) Mér finnst stigamove-ið alltaf snilld! Ég sofna oft í bíó, og hvað þá í sófanum heima yfir mynd, ég get hlustað á sama diskinn í marga daga á repeat og ég skil ekki hvað er skemmtilegt við LOTR:)

hehhe.......!

Maja pæja sagði...

Dísús... við hittumst á morgun!!!! ég er ekki að trúa því :-)

Dilja sagði...

mmm svo gott að finna samleið með vinum sínum!! kannski að það sé þess vegna sem við erum öll vinir?? hmm hver veit?

Mæja Mæja....OMG get ekki beðið!