mánudagur, maí 09, 2005

harðsperrur...

hafa tekið öll völd í líkama mínum og þar af leiðandi hef ég fengið nýjan göngustíl, og svona bara milli mín og þín að þá er hann eins langt frá því að vera kynþokkafullur og rassinn á páfanum nýbakaða.

Helgin hin nýafstaðna byrjaði vel og allt leit út fyrir að heilbrigði og hollusta yrði þema hennar. Á laugardagskvöldið tók hún hinsvegar U beygju og heilsuprinsippið fór út um gluggann. Við tók kampavíns- og hvítvíns- og "vodka í slush puppy" drykkja. Ég fór í boxkeppni og tók hana kannski aðeins og alvarlega. jú því innra með mér býr svo miklil reiði ehhehe
Svo rúllaði ég snemma heim og ákvað að koma við hjá nágrönnum mínum í ALIBABA grill. Hélt að ég hefði týnt veskinu mínu þarna inni og hélt neyðarfund með aröbunum þar og lýsti fyrir þeim að ég gæti ekki lifað án iPodsins míns né símans. Allir settir í málið! Í staðinn fékk ég bónorð og loforð um gott líf með Aröbum.
...taskan var svo bara í stigaganginum heima. Og ég er ennþá einhleyp.


Manic Monday í höfuðstöðvum KaosPilota. Við kennum slush puppy vodkanu um.
Lokaverkefnið heldur samt áfram, nokkrir hafa yfiðgefið Árósar og hafa farið til NewYork, Tallin, Noregs og Köben. Við hin sem erum hér eftir ætlum að gera það besta úr hlutunum...

Bæjó

2 ummæli:

Kamilla sagði...

Er hjólið mitt nokkuð í stigaganginum hjá þér...?

Dilja sagði...

jú veskið mitt hékk á því....