mánudagur, maí 30, 2005

Living on the edge

Svona rétt fyrir verkefnaskil, þegar stressið nær hámarki og mætir þreytunni á hápunktinum sér maður ekki hvað maður er að láta hafa sig útí og spyr sig jafnan að því hvort að þetta sé þess virði. Á augnablikinu sem maður skilar af sér getur maður svarað þeirri spurningu og er svarið mitt JÁ!

Mitt augnablik var áðan. Síðast liðnu dagar hafa verið la-hangir og hefur maður þurft að berjast við margt fleira en augnalokin. Hópavinna tekur rosalega á! Maður þarf stanslaust að standa á sínu og selja skoðanir sínar.

Fór eftir skilin áðan að hitta Herborgu og fjölskyldu á útikaffihúsi, en stúlkan sú arna var að umbreytast í formlegan arkitekt. Hvorki meira né minna! Það var frábært að koma úr ringluðreiðinni í skólanum og deila gleðinni með þeim. En núna ætla ég að taka einn góðan powernap....svona áður en fagnaðarlætin byrja hjá KaosPilotunum:)

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þú ert stóra systir mín
öddi

Dilja sagði...

...og þú ert hálfbróðir minn
diljá

herborg sagði...

ég kýs að kalla þig frænku mína:)

Dilja sagði...

spegill

...ég er að hugsa um að kalla kommentakerfið: ættarmót

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með að vera búin að skila. Það er alltaf jafn gaman að lesa síðuna þína :)
Vonandi sjáumst við eitthvað í sumar.
kv. Ásrún

E.s. góð mynd af þér með J.R. híhíhí

Nafnlaus sagði...

SAKNA ÞÍÍÍÍÍN!!!!
Matta

Nafnlaus sagði...

komin heim í heiðardalinn á ljósvallagötunni frá amsterdam. hlakka til að fá þig heim.
ég er mamma þín

Nafnlaus sagði...

Til hamingju med ad vera bú ad skila:)

kv Matthildur