Ég man þegar ég átti að læra þetta ljóð/kvæði í skólanum. Alveg eins og það hefði gerst í gær. Ég var í Austurbæjarskóla hjá henni Dagnýju okkar Valgeirsdóttir og hún lét okkur læra allskonar ljóð fyrir íslenskutíma á miðvikudögum. Svo átti maður að fara með það uppi við borðið hjá henni og skrifa síðan ljóðið á blað og teikna mynd sem passaði við.
Ísland er land þitt var mitt uppáhalds sem og Hótel Jörð en bæði ljóðin flutti ég í rosa söngatriði, enda með athyglissýki á háu stigi. Þá og er enn...
Þegar ég er heima að vesenast eitthvað finnst mér rosalega gott að hafa íslenska tónlist á. Gamla íslenska tónlist. Sérstaklega svona á sunnudagsmorgnum. Þá set ég stórmeistara eins og Megas, Ellý eða Villa á fóninn. Það er eitthvað svo traust við það að heyra þessar raddir sem hafa fylgt manni alla tíð.
Ísland er land þitt, og ávallt þú geymir.Ísland í huga þér, hvar sem þú ferð.Ísland er landið sem ungan þig dreymir.Ísland í vonanna birtu þú sérð.Ísland í sumarsins algræna skrúði.Ísland með blikandi norðljósa traf.Ísland að feðranna afrekum hlúði,
Ísland er foldin, sem lífið þér gaf....
4 ummæli:
Ég verð nú að viðurkenna að ég lærði ljóðin ekki af jafn miklum eldmóði og þú. Ég var frekar aftarlega í sfafrófinu svo ég notaði alltaf tímann meðan kennarinn var að taka hina krakkana upp til að læra ljóðið. Það var reyndar alltaf smá spenningur í byrjun hvers tíma að sjá hvort hún byrjaði nokkuð aftast í stafrófinu!!
ættjarðarástin.......Ísland er bezt í heimi!
Mig langar bara heim við að lesa þennan texta.....;)
vá hvað mér fannst þetta væminn færsla. Ég sá þig fyrir mér með svona stoltan væminn svip að skrifa þetta ljóð á tölvuna.
Varð bara að koma þessu á framfæri.
...og svo fer þessi djókur líka að verða soldið þreyttur svanhvít mín...
Skrifa ummæli