...þetta eru orðin sem ég heyri mö-hörgum sinnum á dag. Fjúka eins og vindurinn hérna um vinnustofuna okkar. Tíminn líður að mér finnst örlítið of hratt. Ég kem í skólann snemma á morgnana. Kem heim seint á kvöldin og fer beint uppí rúm. Reyni að sofna en heilinn er alveg á fullu. Í draumunum vinn ég áfram...kannski aðeins öðruvísi verkefni. En þeir eru ágætir.
Sumarið situr og bíður spennt eftir mér. Það er nú alveg rosalega hlýtt hjá okkur hérna í Árósinni í dag. Við förum stundum út og þykjumst vera í sólarlöndum. E-a hluta vegna förum við alltaf að tala Rússnesku í "sólarlöndunum" okkar. Áhugaverð tenging.
Hver dagur er Rússibani; þegar það er gaman er það sko gaman, þegar ég er pirruð þá er ég líka að springa.
Þetta kallar maður hópavinnu.
1 ummæli:
molla hérna líka, hlý næturgolan og bjórinn og góð músikk!! þetta er ágætt:)
Skrifa ummæli