föstudagur, maí 06, 2005

Nauðsynlegar og svo ekki mjög svo nauðsynlegar...

fréttir af Diljá Ámundadóttur, fyrrverandi Rokklingi (af lífi og sál) og tilvonandi KaosPilot.

-Ég er búin að ákveða að föstudagar eru pilsadagar. Alltaf gaman að hafa reglu á hlutunum. Einu sinni voru allir dagar pilsadagar hjá mér. Núna liggja pilsin mín bara inní skáp og bíða eftir fækkandi kílóum.

-Ég er búin að kaupa miðann heim í sumar. Lendi rétt fyrir miðnætti á afmælisdag Ömmu Ransý (eða er það Rannsý?) eða 9.júní. Það er fimmtudagur. Förum að skipuleggja helgina sem kemur í kjölfar þess fimmtudags.

-Á mánudaginn heldum við í lokaverkefnis hópnum "drunk brainstorm" og drukkum kampavín frá 12 - 12. Sátum inní eldhúsinu mínu í 12 tíma og létum Bakkus inspírera okkur. Hann er ágætur í því þessi elska.

-Ég er búin að borða verulega mikið af avocado undanfarið.

-Á þriðjudaginn fór ég í afmæli sem var haldið í park. Mér finnst e-ð svo notalegt að vera að leika og hanga í svona park.
Svona útlönd e-ð...

-Ég er alltaf með samviskubit yfir e-u. Krónískt samviskubit. Get alltaf fundið e-ð. Ætla að byrja að skrifa niður svona hluti.

-Ætla líka að skrifa niður margt annað.

-Langar svo til Barcelona núna á eftir og vera í nokkra daga og drekka Cava, sangríur og borða ávexti og taka myndir (úúú svo smart, skapandi andinn yfir mér alltaf hreint)

-Ég er byrjuð að taka snús í vörina. Svona dömusnúss samt. Pabbi bað mig vinsamlegast frekar að fara útí vændi en taka í vörina. Já hann Pabbi er alveg með sitt á hreinu. Maður með prinsipp...

-Í 2 daga er ég búin að vera að reyna að leysa stærðfræðilega gátu og í nótt lá ég andvaka yfir henni. Smelltu á linkinn hér til hliðar og sýndu mér hvað ÞÚ ert klár!

-núna er föstudagur og mig langar ekki að djamma um helgina en er samt búin að lofa mér í e-ð rauðvíns sull og kókaín annað kvöld.

Bæjó

4 ummæli:

herborg sagði...

Góðar ráðleggingar hjá herra Ámunda;) hehehehe......

Dilja sagði...

takk fyrir ég kem þessu til skila;)

Sigríður sagði...

Í sambandi við að plana helgina þegar þú kemur, vorum við ekki búnar að ákveða ferð á Vitabar sunnudaginn 12. júní? Er þetta farið að verða soldið þreytt?

Katrín sagði...

oj oj stelpu snus - það er sko ekkert betra en strákasnus. og verandi kærasta svona snus stráks get ég sagt þér að það er ekki gaman að kyssa fólk sem snusar ;-) annars er þetta nú orðið ansi algent hérna í heimalandi snusins.

já og góð hugmynd að hafa föstudaga pilsdaga - það tryggir að ég noti þetta pils sem ég keypti í vikunni ;-)