Dagurinn í dag hefur verið svolítið alþjóðlegur, svona ef maður kýs að líta þannig augum á hann. Í morgun dandalaðist ég við íslenska tóna eins og áður hefur komið fram. Svo tók ég nýja stefnu í lífinu og gerðist tónskáld. Jú mikið rétt stúlkan samdi sitt fyrsta lag (af vonandi mörgum) Lagið var með Latínó yfirbragði og kannski má heyra Asísk element um miðbik lagsins.
Svo klæddi ég mig upp í sígauna pils og hvít/rauð röndóttan bol og labbaði útí góða veðrið, á meðan hljómuðu tónar úr myndinni Amelie í eyrum mér. Ég ímyndaði mér að ég væri í París. Ég heimsótti uppáhalds Tyrkjabúðina mína þar sem danski tyrkinn reynir alltaf að kenna mér smá í dönsku þegar ég kem að versla. Svo fór ég heim og bakaði Amerískar pönnukökur með Canadísku Sírópi og drakk Þýskt ferskju íste með. Í millilandasímtalinu sem ég átti við Maríu fannst okkur smá miðríki Ameríku vera staðsetning mín þá stundina.
Já nú er kvöldið að ganga í garð og ég vona að ég haldi áfram að ferðast í huganum. Í fyrramálið á ég pottþétt eftir að ferðast til framandi landa í hausnum ásamt hópnum mínum. Ætli við förum til Palestínu? Eða Afríku?
...eða verðum við bara hérna á hinu ó svo ágæta Jótlandi?
6 ummæli:
Vonandi verðið þið á ó svo ágæta Jótlandi...
Matta
sumir eru bara svo internasjónal í sér.
geta ekkert að þessu gert.
heppilegt að þú ert ein af þessum fjölhæfu sumum sskan :)
hún mamma þín bannar allar ferðir til palestínu í bili og þú verður að gera eins og jens og 'gereinsoghúnmammaþínsegirþér' da da da da dadda radda da da, dadda radda da da da ......
mundu að bursta tennurnar elskan
luuuvlýý!!
Matta-hildur
úff ég bý sko á Ítalíu ef að ég ímynda mér það... þ.e. ég ímynda mér ALLAN daginn að ég búi á Ítalíu ;-)og það er helv... fínt að búa þar skal ég þér nú segja... en ég kem til þín músa mín 16. maí er det ikke ok???? vertu tilbúin með allt stuðið ;-) eða ég kem kannski bara með það með mér ;-)
Geikt ánægð með tónlistarsmekkinn þinn.. Amelie er besta mynd ever með bestu tónlist ever! Er búin að hlusta endalaust mikið á þennan disk!
Skrifa ummæli