miðvikudagur, ágúst 20, 2003

Afskaplega dramatísk stund á Njallanum þessa dagana. Ég sný mér í hringi og hendi öllu ofan í kassa. Líf mitt er að fara ofan í kassa og er að reyna að vera ekki leið. Bara ponsu skrýtið að koma ekki hingað í íbúðina mína í 4 ár. Nema til að vera leigusalinn ógurlegi! En góðar fréttir:
ég er búin að fá leigendur og við erum að fara að vera fullorðinsleg og skrifa undir samninga og víxla. Ég ætla að vera búin að kynna mér þessi mál geðveikt vel svo ég virðist vera með þetta allt á tæru. Er það ekki alveg fine&dandy e-ð?

Ég ætla að reyna að vera búin að gera nánast allt í þessari viku. Því svo er ég að fara að vinna í grúppíuvinnunni minni í næstu. Foo Fighters eru að mæta á klakann og treysta á Dilælah og Harpítu til að vera með baksviðið á hreinu. Dave sendi mér sms í gær kvöldi og sagðist ekki geta beðið...
"Ég get ekki heldur beðið Dave minn"!!!
Annars verð ég að fara redda mér þessum diski eða diskum með þeim. Ég þekkji e-ð 2 lög með þeim og ég skal segja ykkur það að það er EKKI gaman að vera á tónleikum og geta ekki sungið með! Ömurlegt!

Jæja, núna er það stúss og svo pakk í dag. Kannski ætti maður að fara kaupa sér 1 stykki flugmiða út svona til að komast kannski í skólann 1. sept.....hmmm hvernig væri það??

Engin ummæli: