Núna eru akkúrat 12 tímar þangað til ég fer í loftið. Ég er róleg sem valíum tafla. Veit ekki afhverju en ég nýt þess bara. Er núna í mat hjá fjölskyldunni minni og svo er það knús og kossar í kvöld. Kveðjuprógramið gengur vel og mér finnst ég heppnasta stelpa í heimi þessa dagana. Allt...ALLT er búið að ganga upp hjá mér. Ég er að verða hrædd. Þetta er of gott til að vera satt.
Guð ég trúi samt ekki að ég sé bara að fara...
...bæ bæ frónið mitt:)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli