föstudagur, ágúst 08, 2003

Ég er svo ánægð með eitt.

Ég er svo ánægð með að hafa ekki fordóma gegn samkynhneigðum. Mér finnst alveg óskaplega skrýtið þegar fólk dæmir fólk fyrir það eitt að verða ástfangin af sama kyni. Og aðeins það. Ég gæti rökrætt slík mál út í rauðan dauðann. Auðvitað skil ég að fólk tengi gayhegðun við kynlíf. Það er kannski ekki fordómafólkinu að kenna. Hommar sem hafa rutt brautina hafa að sjálfsögðu verið að gera ansi oft út á kynhegðun sína. En núna eru nýjir tímar og það er útí hött að samkynhneigt fólk búi ekki við sömu réttindi og við hin sem verðum ástfangin af hinu kyninu.

Á laugardaginn, eða á morgun því nú er aðfaranótt föstudags, er hinn óendanlegi skemmtilegi dagur GAY PRIDE. Dagur sem mér finnst algjör snilld í alla staði. Gangan verður glæsilegri og glæsilegri með hverju árinu, og ekki spillir fyrir að besta vinkona mín er aðalstjarnan þarna (híhí allavega í mínum augum) Í hitteðfyrra löbbuðum við Svanhvít í göngunni hönd í hönd, þeas leiddumst. Frekar fyndið að sjá svipinn á fólkinu sem svona rétt kannast við mann, ahhahah!

Engin ummæli: