föstudagur, ágúst 15, 2003

Jeijj! Ég er búin að vera veik, en samt er ég ennþá löt. Nenni ekki að gera allt sem er á Dolistanum mínum. Jú áðan sótti ég um námslán hjá LÍN. Það var ekkert smá skemmtilegt, eeehumm! Þá er ég allavega búin að gera eitt. Svo setti ég auglýsingu í Fréttablaðið. Þar kostuðu 7 orð 995kr. Gjöf en ekki sala. Ég ætla líka að setja augl. í DV. Þar kosta 160 stafir 500 kall. Vona að ég finni e-a yndislega leigendur fyrir íbúðina mína.

í gær fór ég í matarboð til Ingbjargar og fékk uppáhaldsmatinn minn. Kjúkling í hnetusósu! Svo fórum við á trúnó. Eftir það fór ég með Kötunum og Sunnunni og Sörunni á Ölstofuna og þar tóku þær skot og tóku sjálfsmyndir með digitalvél. Mig langar í digitalvél! Svo hélt ég náttfatapartý fyrir gellurnar. Við settum kerti inní svefniherbergið og Stevie Wonder í botn og dönsuðum og svo töluðum um hvað strákar eru skrýtnir. Þeir eru ekkert smá skrýtnir.... Í alvöru!!

Núna liggjum við Kata sem er með hamstur í maganum og langar í bjór, uppí rúminu mínu (en það er sko uppáhaldsrúm allra) og klukkan er 3 á föstudagsmiðdegi. Fórum út í bakarí áðan á náttfötunum, en það finnst okkur huggulegt. Kannski við drífum okkur bara bráðum á fætur og fáum okkur bjór. Það er svo útlandalegt. En fyrst ætlum við í sund...

Menningarnótt á morgun... Ég er svoooooo stressssúúúúð! úff! Það var svo alltof gaman í fyrra. Ég er svo hrædd um að þetta verði ekki eins gaman og þá.

Engin ummæli: