Í fyrra var eitt skemmtilegasta kvöld ársins á menningarnótt. Mér finnst þetta framtak Reykjavíkurborgar frábært. Þegar ég verð búin að læra í Hollandi ætla ég að vera framkvæmdarstjóri Menningarnóttar. Það er einmitt það sem ég er að læra, til dæmis sko. En núna er komin menningarnótt, eða menningarsólarhringurinn. Planið hjá mér er margþætt. Það er svo margt sem ég vil gera. Maður vill helst vera á nokkrum stöðum í einu allan tímann. En ég ætla að byrja á þvi að sjá Andy Warhol með múttunni og svo aðeins rölta á milli atriða. Svo þarf ég að sýna Njallann seinni partinn. Svo er það BBQ hjá Jökli og partý hjá fyllikallinum. Eftir það er það bara bakpoki með áfengi og 101 Reykjavík. Nóttin tekur svo við og ég held að leiðin liggji í Iðnó þar sem Geirfuglarnir spila fyrir dansi.
EKki má þó gleyma flugeldasýningunni....hmmm!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli