föstudagur, ágúst 29, 2003

Vooohhh, rokklingurinn bara ekkert að skrifa í heila viku. Enda búið að vera prógram frá blá morgni fram á rauðar nætur hjá mér. Allt gengur vel, ég brosi hringinn af spenning. En stundum fæ ég smá kökk í hálsinn, en höfum ekki hátt um það...;) Ég er í þessum skrifuðu orðum að klára að pakka niður. Allir svo duglegir að hjálpa mér, ég á svo góða að. Búin að borga skólagjöldin, flugmiðinn liggur hérna við hlið mér, partýið á föstudaginn var giiiðveigggt. Pakkaður Njalli að frábæru liði og allir að hella niður, en það var bara í anda kvöldsins, vínanda bollunar sem kláraðist. Ég ekki ennþá búin að skúra samt. Foo fighters voru í stuði. Elskuðu ísland og báðu um íslenskt brennivín í kassavís. Gaman að því. Nilfisk áttu rosalegasta sólarhringinn sinn til þessa.
Besta matarboð í heimi í gær á Kaupþing höllinni. Vinir mínir eru æði. Harpa takk fyrir allt! Sátum við stóra borðið allt kvöldið, fengum ljúffffengan mat og drukkum hvítvín og bjór. Fengum líka eina teskeið af foo fighters vískí. Rauði einhyrningurinn minn er besti félagsskapurinn þessa dagana, við ætlum að reyna slá met um hvað er hægt að vera memm í marga sólarhringa í röð. í kvöld er það stokkseyri að borða humar. En núna fyrst er það stúss og svo bara klára að pakka. Ég hugsa að ég skrifi næst þegar ég verð í Hollandi.

Eruð þið ekki spennt?

Engin ummæli: