þriðjudagur, ágúst 05, 2003

Núna er helgin semsagt búin, en líkaminn minn er ennþá að líða fyrir allt sem ég gerði. Orkulaus og með þung augnalok hugsa ég um helgina með bros á vör. Hún var alveg frábær í alla staði og fjölbreytt í alla staði líka. Hún var líka nokkurn veginn eins og ég sagði hérna í síðasta posti mínum: Nema laugardagurinn var ekki eins. Þá var ég bara í Rvk. Ætlaði bara rétt að kíkja í bæjinn, en e-n veginn var ég ennþá í stuði, sveitt að dansa þegar ljósin kveiknuðu í loftinu á efri hæð 22ja. Já svona er þetta, en það geta nú verið skemmtilegustu djömmin þegar ég er e-n veginn á leiðinni heim allan tímann, en er alltaf að fresta um hálftíma. Þá nýt ég hvers hálftíma greinilega alveg útí ystu æðar....eða er það ystu æsar....guð ég man það ekki?

Ég komst samt að því klukkan 4 á aðfaranótt mánudags þegar ég var stödd í Herjólfsdalnum (ennþá í sjokki eftir kjánalegt bréf frá "sir"Árna Johnsen) að Þjóðhátíð væri ekki minn bolli af te-i...og fór heim að sofa. Þetta er einfaldlega ekki eins og þegar maður var 18. En veðrið var afskaplega gott og ég eignaðist kærasta í hálftíma. Akkúrat þegar mig langaði mest að eiga kærasta, þ.e. þegar kveikt er á blisunum og þegar flugledarnir springa eftir brekkusönginn. Þá hélt ,strákurinn sem var búin að vera reyna smá við mig, utan um mig og við gerðum "váaaa og ooooww" saman. Svo hljóp ég frá honum.....og veit ekki hvað hann heitir. Allt eftir áætlun ;)

Jæja, ekki hef ég neitt meira að segja frá í bili. Ef þið viljið fylgjast með því hvernig er að undirbúa flutning erlendis þá myndi ég lesa þessa óendanlega skemmtilega síðu mína næstu daga...eeehumm!
Diljá

Engin ummæli: