fimmtudagur, nóvember 14, 2002

Það var verið að kvarta í mér að ég bloggaði ekki nógu oft...mér finnst ég svo dugleg! Það er stundum bara ekkert spennó að segja frá.
Núna er fimmtudagur og ég er uppí Borgó að vinna. Er í heitum samræðum við Tinnu vinkonu á Barcelona. Hún er að fara á MTV awards á morgun, eðalskvís!
Eymó er BARA að gera sig, vinnudagurinn líður eins og klukkutími og ég er að brillera í að þykjast kunna allt og vera með á nótunum. Hérna í Borgó eru allavega 10 manns búnir að nefna það við mig að ég sé mikið í tölvunni...á MSN. En þetta MSN er að sjálfsögðu bara snilld. Þegar ég bjó í Hollandi fékk kannski eitt bréf í viku að heiman. Núna get ég spjallað við vinkonur mínar í útlöndum á hverjum degi og þær eru inní öllu sem gerist. Svo getur maður sent myndir eins og skot. T.d. þegar ég litaði á mér hárið þá vildi Tinna sjá mig og bara "babb" það var komið til hennar í gegnum MSN á einu augnabragði.

Talandi um hárið á mér: Arnhildur setti massaskol í það á föstudaginn s.l. og það var geðveikt flott; svona dökkbrúnt með rauðum blæ. NÚNA er það dökkbrúnt með rauðum blæ að ofan við rótina og svo er neðri hlutinn ljós brúnn....þetta er ekki flott!!! hahahaha. En ég ku kippa þessu í liðinn á laugardaginn.

Talandi um laugardaginn þá er svaka plan frá morgni til kvölds í tilefni þess að hún Maj-Britt vinkona mín verður ári eldri er klukkan slær 12 á miðnætti. En ég get víst ekki sagt ykkur hvað við erum að fara að gera því hún má ekki vita og ég veit að þú ert að lesa þetta Maj-Britt mín;) Laugardagskvöld síðasta var ekki svalt, vil ekki fara útí neina smáatriði en segjum sem svo að ég var komin heim kl.3 eftir ekkimjögsvoskemmtilegtkvöld. En þá er bara um að gera að líta á það sem góðan hlut fyrir næstu helgi....því núna get ég farið AFTUR í nýja dressið sem ég keypti mér á laugardaginn s.l og verið AFTUR með sömu ofursvölu greiðsluna sem ég var með á laugardaginn s.l:) hehhh

Talandi um laugardaginn s.l. þá eyddi ég 30.000 þúsund í Kringlunni á svona klukkutíma...eða var það svo mikið? Allavega það leið mesta lægi klukkutími og ég var búin að kaupa mér hitt og þetta. En svo þegar ég var að kaupa mér nýju fínu DKNY skóna mína þá var ég fokking rænd á meðan ég var að máta og borga. Eða sko símanum mínum var bara rænt! Hvað er það? Mér er spurn? Hver gerir svona edrú í galvöskum fíling í Kringlunni á laugardegi? Skil ekki svona lið.... Sakna allra númeranna minna!

En jæja...er þetta nóg? Ok Brynhildur ég var ekki með neina "KJÓLINNFYRIRJÓLIN"sögu sorry, það var bara svo massa leiðinlegt síðast. Það var spinning og ég fíla ekki spinning! Búið að líða síðan eins og það hafi verið hömbast á mér í 2 daga streit. Hvað er með sætin á hjólunum? Mér er enn og aftur spurn!!! Hvað er að gerast í þessum heimi....Ó MÆ´GOD!!!!

En þrátt fyrir þessa mótvinda í mínu lífi, er ég í svaka fíling þessa dagana. Við Harpa vinkona erum í TÓMU rugli að bralla ýmislegt sem ekki fer hér á síðuna (mður verður nú að eiga smá fútt útaf fyrir sig er það ekki?)

PS. ÉG las Plebbabókina eftir hann Jón Gnarr í dag (Diljá orðin svaka bókabúðaskvís sko), hún er frábær!!! Þetta er sönn saga um íslendinga af guðs náð, hann segjir allt sem ég hef reynt að koma orðum að í áraraðir! Hey, ef ég verð svona dugleg að lesa á ég þá að vera með svona bókagagnrýni hér á síðunni????

Já GAMAN GAMAN!!!

Engin ummæli: