heilshorn Diljár (já svona fallbeygist nefnilega Diljá).....
jæja, ég er búin að mæta tvisvar í "íkjólinnfyrirjólin-átakið mitt" og það er sko saga að segja frá því:
Í fyrsta lagi fannst mér og og mamma vera einar í heiminum þegar við vorumm að keyra klukkan rúmlega 6 EIENMM í svartamyrkri, en NEI NEI þegar ég kom inn á stöðina var bara fullt hús, ekki einu sinni stæði fyrir framan. Djö er fólk duglegt í svona í general...gamanaðessuhh!!!
En ok, tíminn var krepp og ég var brjáluð, nenni ekki að fara með pirringsræðuna en ég ég ákvað bara að vera "þjóðarsal" og skrifa kvörtunarbréf! Nennti ekki að vera í e-u rándýri átaki í 2 mánuði og vera óánægð og pirruð. Svo fékk ég svar og allt er núna í góðu lagi, kennarinn fékk tiltal og núna er allt á réttri braut. (ég skal bara linka á bréfið e-n tíma þegar ég er í PC, maður getur ekki linkað í makka nefnilega)
En núna á ég að skrifa matardagbók í 4 daga...ohhh akkúrat djamm helgi framundan hjá mér. Verð ég þá að skrifa niður alla bjórana? Eða á ég ekki bara að reyna að vera í hvítvíninu? Svo er ég nú líka að fara í Cosmopolitan með alþjóðlega fokk itt crew-inu mínu annað kvöld, það hlýtur að vera kaloríuminna en bjór, ég meina Carrie og co drekka það alltaf í Sex and the city.
En allavega hið alþjóðlega fokk itt crew varð til á föstudeginum í verslunarmannahelgi árið 2001! Það var eitt flottasta djamm sem ég var hef farið á. Við vorum nokkur sem hittumst í lunch á föstudeginum svona semi þunn eftir e-ð fimmtudagsdjamm. Flestir sem ætluðu á e-ð verslunnarmannadót ætlauðu ekki að fara fyrr en á laugardeginum, þannig það átti að sko að nýta þennan dag í hitt og þetta stúss (svona mánaðarmótardót sko) flestir með DO-lista dauðans og svona.
Allavega sólin skein skært og við sátum úti, þetta var svona samansafn af allskonar liði úr öllum áttum. Við ákvaðum að fá okkur einn bjór, það er nú ekki oft sól á íslandi hmmmm. Ég veit ekki hvað gerðist en allt í einu voru allir orðnir tipsy og pantandi annan, og við hvern bjór var strikað út eitt atriði af listanum og því frestað....."æ fokk itt"....Harpa fór að vísu vel í því á fund til bankastóra Landsbankans...en FOKK ITT!!! Við ákváðum að stofna fokk itt félagið. Þetta var einn besti dagur sem ég hef upp lifað, enduðum í gítarpartý á austurvellinum, komum í fréttunum syngjandi "núna ertu hjá mér NÍNA" á repeat!
Eða ég og Harpa enduðum að vísu blindfullar á eldhúsgólfinu heima hjá henni í náttbuxum og kabbojjasígvélum borðandi pizzu með cheddar á miðnætti...svo drápumst við. Vöknuðum svo klukkan 7 daginn eftir alveg ferskar og skelltum okkur á Eldborg.
Og til gangur þessara sögu er 3 þættur:
1. alltaf best að djamma óvæn ogt þegar maður má það helst ekki og á að vera gera annað!
2. best að byrja á hádegi og vera komin heim fyrir miðnætti, þá er dagurinn daginn eftir alveg að gera sig!
3. er að fara að djamma með þessu fólki og fleirum sem hafa áhuga á svona fokk itt stemmingu annað kvöld!...og hlakka til!
ps. ekki segja neinum að ég var á eldborg, uss það er leyndó! skammast mín að hafa verið þar á þessari hátíð þar sem mannakúkur var út um ALLT....
Góða helgi, vona að þið hafið nennt að lesa þetta langablogg mitt....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli