Bókagagnrýni Rokklingsins
...já ég minntist á það hérna um daginn að gerast bókagagnrýnandi...svona af því að mín er orðin eymógella. Ég er búin að vera lesa bókina TAXI sem kemur núna út fyrir jólin s.l. daga svona áður en ég fer að sofa.
Þetta er 101 stuttsaga af ævintýrum íslenskra leigubílstjóra. Ég er nú bara hálfnuð og verð að viðurkenna að ég þarf ekkert að lesa meir. Þetta er svolítil endurtekning. En ég neita því ekki að þetta sé skemmtilegt...svona framan af. Það er ótrúlegt hvað þeir hafa lent í. Ég trúi þessu öllu, þetta eru ekkert lygilegar frásagnir. Það besta við bókina er að höfundurinn hefur greinilega tekið viðmælendur sína upp og síðan nánast alveg óritskoðað skráð frásögn þeirra. Þar af leiðandi sér maður alveg hinn ultratýpiska leigubílstjóra fyrir sér lenda í ævintýrinu. Enn og aftur segji ég úff hvað þeir hafa lent í miklu og ÚFF hvað ég hef líklega verið umræðuefni á stöðinni eftir vakt. Ég hef tekið heilu trúnóin með vinum eða vinkonum í leigubíl og svo hef ég líka bara steypt heilmikið í bílstjórunum sjálfum.....
jæja gangrýni nr.2 er komin á blað...veit ekki hvað ég les næst! Byrja strax í kvöld! Eru e-ar tillögur????
Engin ummæli:
Skrifa ummæli