mánudagur, nóvember 25, 2002

mér finnst e-ð svo gaman að vera til þessa dagana, það er byrjað að glitta í jólaskapið í hjartanum mínu, samt er ég ekki búin að pæla neitt í neinu hvað varðar jólagjafir og þess háttar. Jú ég er búin að ákveða að hafa lítið og bollulegt jólatré í íbúðinni minni. Það er svo gott pláss þar sem ég kalla "miðstofuna"....sé þetta alveg fyrir mér. Svo ætla ég að spila endalaust mikið af jólalögum. Ég nefnilega fíla jólalög og mér er alveg sama þótt þau séu byrjuð í útvarpinu núna!

Engin ummæli: