var að koma úr tíma uppí GYMMI, maður má ska fara í hvað sem er þegar maður er með kort í "kjólinnfyrirjólin" hjá Hreyfingu. Ég helt að það væri svona frekar rólegt þarna á kvöldmatartíma.... NEI NEI það var troðið! Ég bara trúi ekki hvað allir eru duglegir að gymmast. Eina leiðinlega við það er að mér finnst ég ekki eins dugleg þegar ég sé að hálfur bærinn er að hoppa og lytfta á öllum tímum dagsins.
Tíminn byrjaði og ég hélt að gellan væri að grínast. Tónlistin var á þreföldum hraða og ALLIR kunnu sporin nema ég. En þetta var samt mjög gaman og mikið stuð. Ég ákvað bara að sætta mig við að vera fíflið í hópnum og gera mitt besta. Þetta varð svo mjög skemmtilegur tími og ég vildi óska að það væri svona mikið stuð á morgnana í "mínum" tímum.
Ef ég væri kennari í svona gymmi myndi ég samt velja aðra músikk, hafa Nirvana og Rammstein og svona. Það er svaka power. Ég meika ekki þessa latino EFFEMM tónlist. En svona er þetta.....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli