Svona rétt fyrir verkefnaskil, þegar stressið nær hámarki og mætir þreytunni á hápunktinum sér maður ekki hvað maður er að láta hafa sig útí og spyr sig jafnan að því hvort að þetta sé þess virði. Á augnablikinu sem maður skilar af sér getur maður svarað þeirri spurningu og er svarið mitt JÁ!
Mitt augnablik var áðan. Síðast liðnu dagar hafa verið la-hangir og hefur maður þurft að berjast við margt fleira en augnalokin. Hópavinna tekur rosalega á! Maður þarf stanslaust að standa á sínu og selja skoðanir sínar.
Fór eftir skilin áðan að hitta Herborgu og fjölskyldu á útikaffihúsi, en stúlkan sú arna var að umbreytast í formlegan arkitekt. Hvorki meira né minna! Það var frábært að koma úr ringluðreiðinni í skólanum og deila gleðinni með þeim. En núna ætla ég að taka einn góðan powernap....svona áður en fagnaðarlætin byrja hjá KaosPilotunum:)
mánudagur, maí 30, 2005
fimmtudagur, maí 26, 2005
values, goals, focuspoints, facts, awareness, conclusions, frame, network, media, partners, attention, information, succes criterias, vision, budget,
...þetta eru orðin sem ég heyri mö-hörgum sinnum á dag. Fjúka eins og vindurinn hérna um vinnustofuna okkar. Tíminn líður að mér finnst örlítið of hratt. Ég kem í skólann snemma á morgnana. Kem heim seint á kvöldin og fer beint uppí rúm. Reyni að sofna en heilinn er alveg á fullu. Í draumunum vinn ég áfram...kannski aðeins öðruvísi verkefni. En þeir eru ágætir.
Sumarið situr og bíður spennt eftir mér. Það er nú alveg rosalega hlýtt hjá okkur hérna í Árósinni í dag. Við förum stundum út og þykjumst vera í sólarlöndum. E-a hluta vegna förum við alltaf að tala Rússnesku í "sólarlöndunum" okkar. Áhugaverð tenging.
Hver dagur er Rússibani; þegar það er gaman er það sko gaman, þegar ég er pirruð þá er ég líka að springa.
Þetta kallar maður hópavinnu.
Sumarið situr og bíður spennt eftir mér. Það er nú alveg rosalega hlýtt hjá okkur hérna í Árósinni í dag. Við förum stundum út og þykjumst vera í sólarlöndum. E-a hluta vegna förum við alltaf að tala Rússnesku í "sólarlöndunum" okkar. Áhugaverð tenging.
Hver dagur er Rússibani; þegar það er gaman er það sko gaman, þegar ég er pirruð þá er ég líka að springa.
Þetta kallar maður hópavinnu.
þriðjudagur, maí 24, 2005
Vejrudsigt de kommende dage
i dag 16°
onsdag 20°
torsdag 23°
fredag 25°
lørdag 30°
søndag 21°
já þetta er Jótland í dag!
Þar bý ég víst...En ég þarf að vera innipúki því nú nálgast deadline og nóg að gera. Já maður fær það í hausinn þegar maður hefur eytt 3 vikum af 6 í að ákveða sig. En það eina sem maður getur gert er að læra af því. Og brosað. Það gerir allt svo gott
Fyndið að hugsa til þess að ég verði komin heim til Íslands eftir 15 daga.
En núna er kl.6.30 og ég er vöknuð. Ætlaði í leikfimi en fattaði svo þegar ég var glaðvöknuð og tilbúin að það er bara opið þar frá 8.00 (ekki svona neytandavænt eins og heima semsagt). Ég ætti kannski að reyna að leggja mig aftur. Já...
onsdag 20°
torsdag 23°
fredag 25°
lørdag 30°
søndag 21°
já þetta er Jótland í dag!
Þar bý ég víst...En ég þarf að vera innipúki því nú nálgast deadline og nóg að gera. Já maður fær það í hausinn þegar maður hefur eytt 3 vikum af 6 í að ákveða sig. En það eina sem maður getur gert er að læra af því. Og brosað. Það gerir allt svo gott
Fyndið að hugsa til þess að ég verði komin heim til Íslands eftir 15 daga.
En núna er kl.6.30 og ég er vöknuð. Ætlaði í leikfimi en fattaði svo þegar ég var glaðvöknuð og tilbúin að það er bara opið þar frá 8.00 (ekki svona neytandavænt eins og heima semsagt). Ég ætti kannski að reyna að leggja mig aftur. Já...
fimmtudagur, maí 19, 2005
Það er hvitt lamb
sem hangir hérna á laptoppinum mínum. Það svona klofvegar yfir skjáinn hægra meginn. Það er svo mikil svona hræðsla í augunum á því. Svona ef maður horfir beint framan á það.
En allavega við hérna í lokaverkefnishópnum mínum notum þetta lamb sem inspíreisjón. Ekki hef ég tengt sköpunargleði mína beint við sjálft lambið en gleðin hefur verið þó nokkur þannig að það hlýtur að gera sitt gagn að hafa það hérna hjá okkur. Ef maður þrýstir á magann á lambinu með þumli og vísifingri þá prumpar lambið. Samt bara svona silent but deadly prumpi. En ekki deadly eiginlega, bara silent...
Í dag er ég búin að stela öllu því sem eg hef borðað. Ekki stela stela. En ég hef bara tekið það sem ég hef fundið hérna í skápum og ískápi hérna í skólanum. Og þvílíkar herramannsmáltíðir sem ég hef reddað mér! Maður verður bara að þora að taka smá áhættur og gera það besta úr hlutunum. Ég er ekki með samviskubit yfir að hafa tekið þetta. En jú samt tvennt: á því stóð "DO NOT EAT ITS MINE!"
En vissuð þið að það er mjög gott að borða mintupillu og rúsínur saman? Kannski bara nýja júrósnakkið? jú jú
Ein spurnig. Hvað eru margir júróvísjón veðbankar? Okkur er nefnilega ALLTAF spáð mjög hátt í e-um veðbönkum. Eru ekki bara fjölmiðlar að sortera út það sem hentar þeim? Hver man ekki eftir ANGEL á leiðinni í 1.sæti í Parken?
En já það gleður mig mikið að íslendingar hafi jákvæðnina sína sem fararbroddur! Við finnum sko party við öll tækifæri og höfum gaman af...
Er það ekki það sem lífið snýst um? Líða vel og hafa það gott...
En allavega við hérna í lokaverkefnishópnum mínum notum þetta lamb sem inspíreisjón. Ekki hef ég tengt sköpunargleði mína beint við sjálft lambið en gleðin hefur verið þó nokkur þannig að það hlýtur að gera sitt gagn að hafa það hérna hjá okkur. Ef maður þrýstir á magann á lambinu með þumli og vísifingri þá prumpar lambið. Samt bara svona silent but deadly prumpi. En ekki deadly eiginlega, bara silent...
Í dag er ég búin að stela öllu því sem eg hef borðað. Ekki stela stela. En ég hef bara tekið það sem ég hef fundið hérna í skápum og ískápi hérna í skólanum. Og þvílíkar herramannsmáltíðir sem ég hef reddað mér! Maður verður bara að þora að taka smá áhættur og gera það besta úr hlutunum. Ég er ekki með samviskubit yfir að hafa tekið þetta. En jú samt tvennt: á því stóð "DO NOT EAT ITS MINE!"
En vissuð þið að það er mjög gott að borða mintupillu og rúsínur saman? Kannski bara nýja júrósnakkið? jú jú
Ein spurnig. Hvað eru margir júróvísjón veðbankar? Okkur er nefnilega ALLTAF spáð mjög hátt í e-um veðbönkum. Eru ekki bara fjölmiðlar að sortera út það sem hentar þeim? Hver man ekki eftir ANGEL á leiðinni í 1.sæti í Parken?
En já það gleður mig mikið að íslendingar hafi jákvæðnina sína sem fararbroddur! Við finnum sko party við öll tækifæri og höfum gaman af...
Er það ekki það sem lífið snýst um? Líða vel og hafa það gott...
miðvikudagur, maí 18, 2005
Ef eg læt þessa færslu verða að veruleika...
...hef ég alltaf, frá upphafi þessarar síðu, látið vita þegar ég hef borðað sushi. Já nýr heimur hefur opnast, því í dag sé ég að ég þarf ekki að fara á rándýra staði til að fá 5 bita af uppáhalds matnum mínum. Ég og Hanna (sem er með mér í lokaverkefnishóp) skelltum í nokkra bita í gær. Sátum svo uppí rúmi og horfðum á Christina Agulera maraþon á VH1 og borðuðum á okkur sushigat. Sem er gott, því sushi er hollt.
Lokaverkefnið gengur vel. Það er gaman að vera til. Og Öddi ég elska þig líka. 3 vikur og einn dagur þangað til ég kem heim.
Bæjó
Lokaverkefnið gengur vel. Það er gaman að vera til. Og Öddi ég elska þig líka. 3 vikur og einn dagur þangað til ég kem heim.
Bæjó
þriðjudagur, maí 17, 2005
Var að fatta...
-að ef ég kæmi í blöðunum þá væri talað um mig sem KONU Á ÞRÍTUGSALDRI (allt í einu stakk það mig e-ð...)
-að þó ég sækist ekki eftir gæjum sem eiga peninga, því að sjálfsögðu get ég séð um mig sjálf, þá nenni ég ekki að eiga kærasta sem er alltaf skítblankur og sníkjandi
-að skriftin mín er miklu verri í dag en hún var í denn
-að vampírutennurnar mínar eru ótrúlega óaðlaðandi
-normenn taka þjóðhátíðardaginn sinn meira hátíðlegan en við íslendingar (veit að þessi setning passar engan vegin..)
-að það er mjög auðvelt að hafa áhrif á söguna
-að mér finnst mjög leiðinlegt að pissa
-að borgarstjórnin í Árósum er mjög ófríð (nema kannski skólastjórinn minn, hann er sjarmerandi)
-að ég er svo bara gallharður feminsti inn við beinið
-að ég er svo þreytt núna að ég hreinlega get ekki pikkað meira hérna inná þessa bloggsíðu mína
Ætla í gymmið
Bæjó
-að þó ég sækist ekki eftir gæjum sem eiga peninga, því að sjálfsögðu get ég séð um mig sjálf, þá nenni ég ekki að eiga kærasta sem er alltaf skítblankur og sníkjandi
-að skriftin mín er miklu verri í dag en hún var í denn
-að vampírutennurnar mínar eru ótrúlega óaðlaðandi
-normenn taka þjóðhátíðardaginn sinn meira hátíðlegan en við íslendingar (veit að þessi setning passar engan vegin..)
-að það er mjög auðvelt að hafa áhrif á söguna
-að mér finnst mjög leiðinlegt að pissa
-að borgarstjórnin í Árósum er mjög ófríð (nema kannski skólastjórinn minn, hann er sjarmerandi)
-að ég er svo bara gallharður feminsti inn við beinið
-að ég er svo þreytt núna að ég hreinlega get ekki pikkað meira hérna inná þessa bloggsíðu mína
Ætla í gymmið
Bæjó
sunnudagur, maí 15, 2005
Vamm bamm thank you mam!
úss og svei, nú er MajBrittin bara farin aftur. Ég get sko lagt aðeins dýpri merkingu í orðatiltækið "time flies while you are having fun" núna. En fyrir afar áhugasama vil ég benda fólki á HÁS síðuna hérna til hægri, en þar rituðum við hápunkta ferðarinnar.
Takk fyrir komuna elsku Britney mín. Alveg ofsalega góður gestur!
Jæja í gær átti sér atburður stað sem hefur ekki átt sér stað í 10 ár! En jú Diljá Ámundadóttir festi kaup á gallabuxum!
Þetta voru snögg kaup, en ég finn á mér að þau séu góð kaup. Fyrst að visa kortið var orðið heitt ákvað ég að kaupa mér sumarpils líka, en ég hafði fallið fyrir einu fyrr um daginn. Því miður var sú búð lokuð þegar ég kom með kortið á lofti og drauma um sumarstúlkuna Diljá í gipsypilsi og tátiljum. En hún opnar aftur á morgun....
Það er víst HvítaSunnuHelgi en það fer víst fram hjá mér eins og allir frídagar núorðið. Skólinn kallar lokkandi orðum um lokaverkefni, og ég hlýði. Auðvitað.
Þegar ég vaknaði sá ég að stórvinkona mín, Lafði Svanhvít hafi reynt að tala við mig á MSN á meðan eg svaf:
svaf í geymslunni says: (08:15:25 AM) <--------------------*heheheh*
dilla ert tu vakandi eg var ad lenda i einu rosa frikudu
svaf í geymslunni says: (08:15:39 AM)
langa svo ad tala en allir eru sofandi
svaf í geymslunni says: (08:16:00 AM)
tetta er eiitt tad skritnasta sem eg hef lent i
svaf í geymslunni says: (08:16:56 AM)
tetta bætir soguna um hoslid med *ritskoðað* um 1000% tu munt alldrei trua tessu
svaf í geymslunni says: (08:17:00 AM)
hahahahahahahahahhaah
svaf í geymslunni says: (08:17:30 AM)
send mer sms tegar tu vaknar og eg segji ter sögu
svaf í geymslunni says: (08:17:44 AM)
va hvad lifid er klikad
Þar sem ég er HRÚTUR og alveg óENDANlega forvitin manneskja er þetta að fara með mig!
Takið eftir MSNnafninu hennar. Það er saga föstudagskvöldsins sko. OldShitt news!
En ég bíð þa bara sveitt eftir nýustu fréttum að heiman.
Þangað til ætla eg í gymmið og kannski sitja smá í sólinni. Svo í skólann...
Bæjó
Takk fyrir komuna elsku Britney mín. Alveg ofsalega góður gestur!
Jæja í gær átti sér atburður stað sem hefur ekki átt sér stað í 10 ár! En jú Diljá Ámundadóttir festi kaup á gallabuxum!
Þetta voru snögg kaup, en ég finn á mér að þau séu góð kaup. Fyrst að visa kortið var orðið heitt ákvað ég að kaupa mér sumarpils líka, en ég hafði fallið fyrir einu fyrr um daginn. Því miður var sú búð lokuð þegar ég kom með kortið á lofti og drauma um sumarstúlkuna Diljá í gipsypilsi og tátiljum. En hún opnar aftur á morgun....
Það er víst HvítaSunnuHelgi en það fer víst fram hjá mér eins og allir frídagar núorðið. Skólinn kallar lokkandi orðum um lokaverkefni, og ég hlýði. Auðvitað.
Þegar ég vaknaði sá ég að stórvinkona mín, Lafði Svanhvít hafi reynt að tala við mig á MSN á meðan eg svaf:
svaf í geymslunni says: (08:15:25 AM) <--------------------*heheheh*
dilla ert tu vakandi eg var ad lenda i einu rosa frikudu
svaf í geymslunni says: (08:15:39 AM)
langa svo ad tala en allir eru sofandi
svaf í geymslunni says: (08:16:00 AM)
tetta er eiitt tad skritnasta sem eg hef lent i
svaf í geymslunni says: (08:16:56 AM)
tetta bætir soguna um hoslid med *ritskoðað* um 1000% tu munt alldrei trua tessu
svaf í geymslunni says: (08:17:00 AM)
hahahahahahahahahhaah
svaf í geymslunni says: (08:17:30 AM)
send mer sms tegar tu vaknar og eg segji ter sögu
svaf í geymslunni says: (08:17:44 AM)
va hvad lifid er klikad
Þar sem ég er HRÚTUR og alveg óENDANlega forvitin manneskja er þetta að fara með mig!
Takið eftir MSNnafninu hennar. Það er saga föstudagskvöldsins sko. OldShitt news!
En ég bíð þa bara sveitt eftir nýustu fréttum að heiman.
Þangað til ætla eg í gymmið og kannski sitja smá í sólinni. Svo í skólann...
Bæjó
fimmtudagur, maí 12, 2005
Í kvöld...
sushi að hætti KaosPilota og MajBrittar í öllu sínu veldi. Sushi í öllu sínu veldi sko, en líka MajBritt.
En samt ekki alsber sko;)
Lífið er gott
Bæjó
En samt ekki alsber sko;)
Lífið er gott
Bæjó
miðvikudagur, maí 11, 2005
Hádegismaturinn í dag...
tyrkneskt brauð,
hummus,
ferskir tómatar,
papríka,
avocato,
soðin aspas dýfður í sítrónusafa
og í eftirrétt var ferskur mangó.
Klukkan 17.08 kemur elsku Maj-Britt mín til Árósa. Mikið er ég spennt!!
meira seinna...
bæjó
hummus,
ferskir tómatar,
papríka,
avocato,
soðin aspas dýfður í sítrónusafa
og í eftirrétt var ferskur mangó.
Klukkan 17.08 kemur elsku Maj-Britt mín til Árósa. Mikið er ég spennt!!
meira seinna...
bæjó
þriðjudagur, maí 10, 2005
Það er tvennt
sem mér finnst alltaf fyndið. Get alltaf hlegið og hlæ alltaf ef:
-einhver þykist vera að labba niður stiga fyrir aftan/framan glugga, eða svona lyftu act. Besta ef er ef manneskjan lítur svona á klukkuna fyrst.
-ef Japani segir L í staðinn fyrir R. Hlæ alltaf!
Já svona einföld er ég víst. Það eru líka litlu hlutirnir sem skipta máli.
Svo hlusta ég líka á lög á repeat og get gert það tímunum saman. Verð alltaf jafn ángæð þegar ég hitti annað fólk sem getur það og við gerum það saman.
Svo já, ég verð líka ángæð þegar ég hitti fólk sem sofnar í bíó eða yfir bíómyndum. Og fólk sem finnst LOTR leiðinlegt líka.
Svo gott að vera ekki einn í heiminum....
-einhver þykist vera að labba niður stiga fyrir aftan/framan glugga, eða svona lyftu act. Besta ef er ef manneskjan lítur svona á klukkuna fyrst.
-ef Japani segir L í staðinn fyrir R. Hlæ alltaf!
Já svona einföld er ég víst. Það eru líka litlu hlutirnir sem skipta máli.
Svo hlusta ég líka á lög á repeat og get gert það tímunum saman. Verð alltaf jafn ángæð þegar ég hitti annað fólk sem getur það og við gerum það saman.
Svo já, ég verð líka ángæð þegar ég hitti fólk sem sofnar í bíó eða yfir bíómyndum. Og fólk sem finnst LOTR leiðinlegt líka.
Svo gott að vera ekki einn í heiminum....
mánudagur, maí 09, 2005
harðsperrur...
hafa tekið öll völd í líkama mínum og þar af leiðandi hef ég fengið nýjan göngustíl, og svona bara milli mín og þín að þá er hann eins langt frá því að vera kynþokkafullur og rassinn á páfanum nýbakaða.
Helgin hin nýafstaðna byrjaði vel og allt leit út fyrir að heilbrigði og hollusta yrði þema hennar. Á laugardagskvöldið tók hún hinsvegar U beygju og heilsuprinsippið fór út um gluggann. Við tók kampavíns- og hvítvíns- og "vodka í slush puppy" drykkja. Ég fór í boxkeppni og tók hana kannski aðeins og alvarlega. jú því innra með mér býr svo miklil reiði ehhehe
Svo rúllaði ég snemma heim og ákvað að koma við hjá nágrönnum mínum í ALIBABA grill. Hélt að ég hefði týnt veskinu mínu þarna inni og hélt neyðarfund með aröbunum þar og lýsti fyrir þeim að ég gæti ekki lifað án iPodsins míns né símans. Allir settir í málið! Í staðinn fékk ég bónorð og loforð um gott líf með Aröbum.
...taskan var svo bara í stigaganginum heima. Og ég er ennþá einhleyp.
Manic Monday í höfuðstöðvum KaosPilota. Við kennum slush puppy vodkanu um.
Lokaverkefnið heldur samt áfram, nokkrir hafa yfiðgefið Árósar og hafa farið til NewYork, Tallin, Noregs og Köben. Við hin sem erum hér eftir ætlum að gera það besta úr hlutunum...
Bæjó
Helgin hin nýafstaðna byrjaði vel og allt leit út fyrir að heilbrigði og hollusta yrði þema hennar. Á laugardagskvöldið tók hún hinsvegar U beygju og heilsuprinsippið fór út um gluggann. Við tók kampavíns- og hvítvíns- og "vodka í slush puppy" drykkja. Ég fór í boxkeppni og tók hana kannski aðeins og alvarlega. jú því innra með mér býr svo miklil reiði ehhehe
Svo rúllaði ég snemma heim og ákvað að koma við hjá nágrönnum mínum í ALIBABA grill. Hélt að ég hefði týnt veskinu mínu þarna inni og hélt neyðarfund með aröbunum þar og lýsti fyrir þeim að ég gæti ekki lifað án iPodsins míns né símans. Allir settir í málið! Í staðinn fékk ég bónorð og loforð um gott líf með Aröbum.
...taskan var svo bara í stigaganginum heima. Og ég er ennþá einhleyp.
Manic Monday í höfuðstöðvum KaosPilota. Við kennum slush puppy vodkanu um.
Lokaverkefnið heldur samt áfram, nokkrir hafa yfiðgefið Árósar og hafa farið til NewYork, Tallin, Noregs og Köben. Við hin sem erum hér eftir ætlum að gera það besta úr hlutunum...
Bæjó
föstudagur, maí 06, 2005
Nauðsynlegar og svo ekki mjög svo nauðsynlegar...
fréttir af Diljá Ámundadóttur, fyrrverandi Rokklingi (af lífi og sál) og tilvonandi KaosPilot.
-Ég er búin að ákveða að föstudagar eru pilsadagar. Alltaf gaman að hafa reglu á hlutunum. Einu sinni voru allir dagar pilsadagar hjá mér. Núna liggja pilsin mín bara inní skáp og bíða eftir fækkandi kílóum.
-Ég er búin að kaupa miðann heim í sumar. Lendi rétt fyrir miðnætti á afmælisdag Ömmu Ransý (eða er það Rannsý?) eða 9.júní. Það er fimmtudagur. Förum að skipuleggja helgina sem kemur í kjölfar þess fimmtudags.
-Á mánudaginn heldum við í lokaverkefnis hópnum "drunk brainstorm" og drukkum kampavín frá 12 - 12. Sátum inní eldhúsinu mínu í 12 tíma og létum Bakkus inspírera okkur. Hann er ágætur í því þessi elska.
-Ég er búin að borða verulega mikið af avocado undanfarið.
-Á þriðjudaginn fór ég í afmæli sem var haldið í park. Mér finnst e-ð svo notalegt að vera að leika og hanga í svona park.
Svona útlönd e-ð...
-Ég er alltaf með samviskubit yfir e-u. Krónískt samviskubit. Get alltaf fundið e-ð. Ætla að byrja að skrifa niður svona hluti.
-Ætla líka að skrifa niður margt annað.
-Langar svo til Barcelona núna á eftir og vera í nokkra daga og drekka Cava, sangríur og borða ávexti og taka myndir (úúú svo smart, skapandi andinn yfir mér alltaf hreint)
-Ég er byrjuð að taka snús í vörina. Svona dömusnúss samt. Pabbi bað mig vinsamlegast frekar að fara útí vændi en taka í vörina. Já hann Pabbi er alveg með sitt á hreinu. Maður með prinsipp...
-Í 2 daga er ég búin að vera að reyna að leysa stærðfræðilega gátu og í nótt lá ég andvaka yfir henni. Smelltu á linkinn hér til hliðar og sýndu mér hvað ÞÚ ert klár!
-núna er föstudagur og mig langar ekki að djamma um helgina en er samt búin að lofa mér í e-ð rauðvíns sull og kókaín annað kvöld.
Bæjó
-Ég er búin að ákveða að föstudagar eru pilsadagar. Alltaf gaman að hafa reglu á hlutunum. Einu sinni voru allir dagar pilsadagar hjá mér. Núna liggja pilsin mín bara inní skáp og bíða eftir fækkandi kílóum.
-Ég er búin að kaupa miðann heim í sumar. Lendi rétt fyrir miðnætti á afmælisdag Ömmu Ransý (eða er það Rannsý?) eða 9.júní. Það er fimmtudagur. Förum að skipuleggja helgina sem kemur í kjölfar þess fimmtudags.
-Á mánudaginn heldum við í lokaverkefnis hópnum "drunk brainstorm" og drukkum kampavín frá 12 - 12. Sátum inní eldhúsinu mínu í 12 tíma og létum Bakkus inspírera okkur. Hann er ágætur í því þessi elska.
-Ég er búin að borða verulega mikið af avocado undanfarið.
-Á þriðjudaginn fór ég í afmæli sem var haldið í park. Mér finnst e-ð svo notalegt að vera að leika og hanga í svona park.
Svona útlönd e-ð...
-Ég er alltaf með samviskubit yfir e-u. Krónískt samviskubit. Get alltaf fundið e-ð. Ætla að byrja að skrifa niður svona hluti.
-Ætla líka að skrifa niður margt annað.
-Langar svo til Barcelona núna á eftir og vera í nokkra daga og drekka Cava, sangríur og borða ávexti og taka myndir (úúú svo smart, skapandi andinn yfir mér alltaf hreint)
-Ég er byrjuð að taka snús í vörina. Svona dömusnúss samt. Pabbi bað mig vinsamlegast frekar að fara útí vændi en taka í vörina. Já hann Pabbi er alveg með sitt á hreinu. Maður með prinsipp...
-Í 2 daga er ég búin að vera að reyna að leysa stærðfræðilega gátu og í nótt lá ég andvaka yfir henni. Smelltu á linkinn hér til hliðar og sýndu mér hvað ÞÚ ert klár!
-núna er föstudagur og mig langar ekki að djamma um helgina en er samt búin að lofa mér í e-ð rauðvíns sull og kókaín annað kvöld.
Bæjó
sunnudagur, maí 01, 2005
Be local, think global...
Dagurinn í dag hefur verið svolítið alþjóðlegur, svona ef maður kýs að líta þannig augum á hann. Í morgun dandalaðist ég við íslenska tóna eins og áður hefur komið fram. Svo tók ég nýja stefnu í lífinu og gerðist tónskáld. Jú mikið rétt stúlkan samdi sitt fyrsta lag (af vonandi mörgum) Lagið var með Latínó yfirbragði og kannski má heyra Asísk element um miðbik lagsins.
Svo klæddi ég mig upp í sígauna pils og hvít/rauð röndóttan bol og labbaði útí góða veðrið, á meðan hljómuðu tónar úr myndinni Amelie í eyrum mér. Ég ímyndaði mér að ég væri í París. Ég heimsótti uppáhalds Tyrkjabúðina mína þar sem danski tyrkinn reynir alltaf að kenna mér smá í dönsku þegar ég kem að versla. Svo fór ég heim og bakaði Amerískar pönnukökur með Canadísku Sírópi og drakk Þýskt ferskju íste með. Í millilandasímtalinu sem ég átti við Maríu fannst okkur smá miðríki Ameríku vera staðsetning mín þá stundina.
Já nú er kvöldið að ganga í garð og ég vona að ég haldi áfram að ferðast í huganum. Í fyrramálið á ég pottþétt eftir að ferðast til framandi landa í hausnum ásamt hópnum mínum. Ætli við förum til Palestínu? Eða Afríku?
...eða verðum við bara hérna á hinu ó svo ágæta Jótlandi?
Svo klæddi ég mig upp í sígauna pils og hvít/rauð röndóttan bol og labbaði útí góða veðrið, á meðan hljómuðu tónar úr myndinni Amelie í eyrum mér. Ég ímyndaði mér að ég væri í París. Ég heimsótti uppáhalds Tyrkjabúðina mína þar sem danski tyrkinn reynir alltaf að kenna mér smá í dönsku þegar ég kem að versla. Svo fór ég heim og bakaði Amerískar pönnukökur með Canadísku Sírópi og drakk Þýskt ferskju íste með. Í millilandasímtalinu sem ég átti við Maríu fannst okkur smá miðríki Ameríku vera staðsetning mín þá stundina.
Já nú er kvöldið að ganga í garð og ég vona að ég haldi áfram að ferðast í huganum. Í fyrramálið á ég pottþétt eftir að ferðast til framandi landa í hausnum ásamt hópnum mínum. Ætli við förum til Palestínu? Eða Afríku?
...eða verðum við bara hérna á hinu ó svo ágæta Jótlandi?
Ísland er land þitt
Ég man þegar ég átti að læra þetta ljóð/kvæði í skólanum. Alveg eins og það hefði gerst í gær. Ég var í Austurbæjarskóla hjá henni Dagnýju okkar Valgeirsdóttir og hún lét okkur læra allskonar ljóð fyrir íslenskutíma á miðvikudögum. Svo átti maður að fara með það uppi við borðið hjá henni og skrifa síðan ljóðið á blað og teikna mynd sem passaði við.
Ísland er land þitt var mitt uppáhalds sem og Hótel Jörð en bæði ljóðin flutti ég í rosa söngatriði, enda með athyglissýki á háu stigi. Þá og er enn...
Þegar ég er heima að vesenast eitthvað finnst mér rosalega gott að hafa íslenska tónlist á. Gamla íslenska tónlist. Sérstaklega svona á sunnudagsmorgnum. Þá set ég stórmeistara eins og Megas, Ellý eða Villa á fóninn. Það er eitthvað svo traust við það að heyra þessar raddir sem hafa fylgt manni alla tíð.
Ísland er land þitt, og ávallt þú geymir.Ísland í huga þér, hvar sem þú ferð.Ísland er landið sem ungan þig dreymir.Ísland í vonanna birtu þú sérð.Ísland í sumarsins algræna skrúði.Ísland með blikandi norðljósa traf.Ísland að feðranna afrekum hlúði,
Ísland er foldin, sem lífið þér gaf....
Ísland er land þitt var mitt uppáhalds sem og Hótel Jörð en bæði ljóðin flutti ég í rosa söngatriði, enda með athyglissýki á háu stigi. Þá og er enn...
Þegar ég er heima að vesenast eitthvað finnst mér rosalega gott að hafa íslenska tónlist á. Gamla íslenska tónlist. Sérstaklega svona á sunnudagsmorgnum. Þá set ég stórmeistara eins og Megas, Ellý eða Villa á fóninn. Það er eitthvað svo traust við það að heyra þessar raddir sem hafa fylgt manni alla tíð.
Ísland er land þitt, og ávallt þú geymir.Ísland í huga þér, hvar sem þú ferð.Ísland er landið sem ungan þig dreymir.Ísland í vonanna birtu þú sérð.Ísland í sumarsins algræna skrúði.Ísland með blikandi norðljósa traf.Ísland að feðranna afrekum hlúði,
Ísland er foldin, sem lífið þér gaf....