laugardagur, apríl 23, 2005

ég fekk eitt sinn jakka, og for i hann

ÖRFRÉTTIR AF DILJÁ

Núna er Laugardagsmorgunn og ég er vöknuð eldsnemma eins og mér er einni lagið. Nýja ég vaknar snemma.
Er búin að sinna störfum dagsins, eða þvottastörfum. Þvo þvott. Mér finnst það án efa langskemmtilegasta heimilisverkið og hefur alltaf fundist. Var mér sönn ánægja þegar þvottavélinni var gefin lifnaðarpillan í gær.

Á eftir á að kenna stúlkunni á Final Cut Pro. En það er forrit sem gerir manni kleypt að klippa video í tölvunni sinni. Það var jú eitt að markmiðum mínum; Kunna að klippa í árslok 2005. jahérnahér... Maður er svo markViSS!

Í gærmorgunn öðlaðist ég 25 rokkstig fyrir þá staðreynd að vera í bol og skóm í stíl, fékk svo 10 aukastig fyrir að þetta stíliseraða var GULL.

Eftir stigagjöfina fékk ég svo boð um það að koma í TRAMPÓLÍNHÖLL ásamt fræknum íslendingum í árús. Barnið í mér var ekki lengi að taka yfir. Ég veit fátt skemmtilegra en að hoppa á slíku fyrirbæri.
Núna er ég með mjög fyndnar harðsperrur.

Fór í matarboð í gær og borðaði yfir mig hjá Sillu. Góður matur, hvítvín, kertaljós, góðmúsikk og frábært fólk!

Horfði á "með allt á hreinu" í vikunni. Hvað ætli að ég hafi séð hana oft? Alltaf uppgvöta ég samt e-ð nýtt. Td. núna sá ég að Sæmi, hans Bobby, Rokk er Óli Twist. Ps. elska þegar litla löggan byrjar að dilla sér smá og syngja "GUBB!" á háa C-inu.

Uppgvötaði mér til mikillar ánægju hana WING í vikunni sem leið.
http://www.wingtunes.com/public/default.aspx
Hér getið þið, sem áhugasöm eruð, hlustað á nokkur dæmi. Hún Wing hefur það allt!

Við María ætlum að halda "tribute to Wing" partý í sumar. DressKód er Asískur stíll, en við erum báðar mjög hrifnar af honum. Enda Glóbal þeinking stúlkur. Í "tribute to Wing" partýinu verður samt tribute to RaggiBjarna í eldhúsinu. Ó þar verður sko dansað tweed tweed tweed...

Meira hef ég ekki að segja núna og ætla því að hætta og fara að sjóða egg og hita vatn fyrir sítrónu te.

Takk fyrir lesturinn. Og núna máttu kommenta, ég vil endilega vita hvaða fólk er að lesa þessa síðu núna, enda stúlka með forvitinina á háu stigi.

21 comments:

Nafnlaus sagði...

Góðan dag og velkomin á fætur það er 15 c hiti hér á Egilsstöðum og sól og hnðri á lofti hér, ísland best í heimi þegar það er gott veður :) Kv Dísa í Undralandi.

Nafnlaus sagði...

átti að vera ekki hnoðri á lofti maður er bara með sjáfum sér svona snemma enda ekki í þinni fjölskyldu :) Kv Dísa

huxy sagði...

góðan dag, hér í utrecht er veður líka yndislegt. ekki hn(o)ðri á lofti, sól og blíða. hvenær kemurðu að djúsa á svölunum hjá okkur?

Nafnlaus sagði...

Matta var að enda við að lesa bloggið þitt.
Matta

Nafnlaus sagði...

blessuðð....
komin til köben - finally.
sendu mer endilega gsm þinn - fattaði að ég er ekki með numerið þitt i nyja simanum.
hilsen - bjarki

Nafnlaus sagði...

hæbbs Diljá.. ;) ég villist stundum inná þig..sérstaklega þegar ég á að vera að læra fyrir próf og soleiðis eins og núna...en nú er ég svo forvitin.. er Silla vinkona þín hávaxinn, dökkhærð, stórglæsileg, brill söngkona, frábær kaffibarþjónn, arkitektúr og létt klikkuð?? þekki nebblea eina soleiðis.. í árósum held ég..og ef já þá bið ég alveg hrikalega vel að heilsa henni!! :) sjáumst í sumar ;)
Sigga Dóra

maria sagði...

ég!
og raggi.
flottur jakki!!

benony sagði...

hæ kerling!

ég kíki á þig elskan mín og þú veist það.

Dilja sagði...

takk fyrir meldinguna alle sammen

sigga dóra, jú þetta er sú hin sama og var að vinna með þér á KaffiTár:) og ég skila kveðjunni

bjarkító bubbi; 27347910 er síminn elskan mín og hringdu og láttu mig heyra hvernig gengur og gekk og reynum að hittast!

herborg sagði...

ég les alltaf bloggið þitt:)

Nafnlaus sagði...

Þú ert so vinsæl ´skan að ég veit ekki hvort þetta komment sjáist einu sinni hérna langneðst ..hihih en það er ok samt..attla að segja þér bara sona rétt snöggvast að ég elska þig..
þú ert kjáni og meistari í senn.
endalaust og alla leið...tilbaka
Kollan

Nafnlaus sagði...

þessi Wing sem þú talaðir um er greinilega að meika það! Ég var í grillveislu umhelgina og þar var verið að tala um hana!
Við keyptum trampólin í sumargjöf handa púkunum á Hraunbrún 12, þetta er svo skemmtileg græja að börnin eru heppin ef þau fá að hoppa smá því ég er sama sem flutt útí garð! Enda líka með harðsperrur eftir því...
Alveg viss um að það finnst ekki betri líkamsrækt en þetta

Kamilla sagði...

Kamilla nettengd.
Kamilla glöð!

xxx sagði...

Eg er oft héddna. :)

Nafnlaus sagði...

catmaster var hér,gleðilegt sumar dúlla............

Nafnlaus sagði...

ég nennti ekki að lesa þetta, en ég nennti að kommenta.
Þetta var ýktað skemmtileg lesning
öddi

Nafnlaus sagði...

hér er ég,hér er ég góðan daginn, daginn daginn

harpasíta from the house of happiness

Yggla sagði...

ljúfuzt!!!

kreizíindaholaz lez þig við hvert tækifæri...

hugz´n´kizzez

Nafnlaus sagði...

e-mail og bloggið þitt er alltaf það fyrsta sem ég tékka á þegar ég mæti í vinnuna á morgnana.
tjúttítjúa,
Anna Björg

Nafnlaus sagði...

hæ sæta.. auddað kíkir maður nú á þig nokkru sinnum á dag meira að segja......það er sko ekki hægt að gleyma þér krúttið mitt......luv u!!!

Nafnlaus sagði...

melding frá múttu hérna. heldurðu að maður fylgist nú ekki með einkaerfingjanum og prinsessunni sinni. mikill léttir á heimilinu eftir nýjustu fréttir frá palestínu.