sunnudagur, apríl 10, 2005

Sunnudagur til sukks og setu...

...já mikill afslöppunarSunnudagur í gangi hérna á Vesturgötunni. Videotækið rúllar gæðamyndum og lapparnir opnir, eðal matur á borðum og í ískápnum. Göngutúr áðan. Í gær var partei, ammlisboð þeas. Við vorum 3 í bekknum sem áttum afmæli í vikunni og slóum því saman í teiti.

Þemað var AllTimeFavoriteChildrenParty. En salurinn var skreyttur í blöðrum og borðum, langborð í miðjunni með dúk sem mátti teikna á, 2 afmæliskökur með kertum, plastglös með nöfnum á og til að toppa allt var farið í svona afmælisleiki. "5kamp" heitir það víst; en þá þarf maður að ná í epli í vatnstunnu og hlaupa með það, pokahlaup, hlaupa 10 hringi í kringum bjórflösku ofl ofl. Það skemmtilegasta við þessa liðskeppni var að hún var haldin á miðnætti og allir alveg rúllandi hressir og keppnisandinn ansi mikill!

Íslenska afmælisstelpan var nú manna hressust og fór því bara snemma heim áður en hún myndi gera e-a vitleysu. Enda löngu hætt öllu slíku, orðin 26 ára og svona! úss úss...

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju med daginn um daginn essssskan:)

Tú fósst allt of snemma heim og nádi ég tví ekkert ad hitta á tig,, fórum svo seint af stad..

Vonandi skemmtir tú tér samt vel sæta mín,

Lúúv Mad-E

herborg sagði...

Var ekki farið í eina mínútu í helvíti eða kisskiss og útaf......ehehehe;)

Dilja sagði...

já stúlkan fór ALLT OF snemma heim, sem var kannski bara best heheheh

herborg; nei við vorum með leiki og stemmningu í anda 0-12 ára meira. Eftir það koma dónóleikirnir ahhahaha
samt sem áður góð hugmynd...

herborg sagði...

manstu ekki flugdólgarnir???