mánudagur, apríl 18, 2005

Laundry eða Londöri?

Sko stundum held ég barasta að Mejlgata númer 35 búi yfir yfirnáttúrulegum anda. Svona anda sem lætur mann gleyma því að heimurinn þarna úti haldi áfram sinn vanagang eða sé almennt til. Sl. 3 daga var þessi yfirnáttúrilegi alveg í hámarki. Mejlgata 35 fylltist af fólki; 70 manns komu að sýna sig og sanna í inntökuprófum og við þessi 35 í Team 11 setum pókerface-ið upp og skráðum hjá okkur allt mögulegt um þessa 70 á meðan þeir unnu verkefni. Sköpunargleðin og krafturinn í hámarki. Unnið var frá morgni til kvölds í 2 daga og í lok dags nr.2 fékk ég kunnulega tilfinningu. Svona tilfinningu þegar líkaminn er orðinn örmagna af þreytu...en samt svo hamingjusamur og spenntur. Fæ oft svona þreytu þegar ég hef verið að vinna mikið í skemmtilegum vinnum eins og airwaves og tónleikum.

Í inntökuprófunum voru 2 íslenskar stúlkur og bar mikið á þeim eins og sönnum íslendingum (að mínu mati). Önnur þeirra var enginn önnur en hún Svanhvít mín og hin var hún Kamilla sem fékk hérna link til hægri fyrr í dag. Nú er bara að bíða og sjá hvernig dómnefndin hefur metið þær og þeirra eiginleika. Verða þær KaosPilot í Team 12? Hlakka til að sjá...

í dag fengum við frí í skólanum, að gefnu tilefni. Ég vaknaði kl. 6.30 með Svanhvíti sem tók lestina til Kastrup um kl.8 og síðan þá hef ég verið svona hress. Enda leikur sólin við okkur hérna í Árós og það gefur manni orku. Hins vegar hefur sú sorlega staðreynd um biluðu þvottavélina hér á heimili ýtt undir það að ég hef pakkað niður óhreina taujinu mínu og í dag skal haldið á Laundry Automat hérna rétt hjá! Á slíkan stað hef ég aldrei komið en hins vegar hef ég séð fólk gera þetta í bíómyndum og það gerir það að verkum að mér þykir þetta óumflýjanlega spennandi. Því eins og við vitum öll fáum við kikk þegar e-ð í okkar raunveruleika "er bara alveg eins og í Hollywoodmynd"!

Ég sé þetta alveg fyrir mér sko. Ég ætla að vera soldið svona stúdenta/hippalega klædd samt trendy og taka með mér bók og ef ég man þetta rétt þá á ég svo sannarlega eftir að lenda á séns með e-u ljóðskáldi eða bókmenntafræðinema. Ef sólin skín þá ætla ég að sitja úti með take a away te og lesa í bókinni í þá mínutur sem vélin tekur til að þvo og þurrka fötin mín.

Ji hvað ég hlakka til!!! Nenni samt ekki alveg strax, þess vegna ætla ég að horfa smá á Mary Poppins og kannski taka smá power nap.

Enda koma sætu strákarnir ekki svona snemma dags að þvo þvott...

2 ummæli:

Sigríður sagði...

Hvernig gekk svo að þvo? Hittirðu einhvern sætan? Kannski svona Josh Hartnett gæja í kynlífsbindindi.....??!!

Dilja sagði...

nei ekki beint, en ég tók með mér mjög sæta stúlku, Matthea að nafni, og við rúlluðum þessu upp. Fórum svo í næstu tyrkjabúð og keyptum einn ískaldan bjór og sátum í sólinni fyrir utan á meðan þvotturinn snerist í hringi. Hins vegar bað ég ungan mann á göngu fram hjá MontVask, og bað hann um eld. Ég get ekki annað sagt en við (ég og guttinn) áttum þarna mjög rómantískt móment.

Lífið er eitt stórt rómantískt móment....

..ef þú bara vilt það:)