miðvikudagur, apríl 13, 2005

Ég trúi á Jesú Krist...

...hans einkason, Drottinn vorn, sem getinn er af heilögum anda, fæddur af Maríu mey, píndur á dögum Pontíusar Pílatusar, krossfestur, dáinn og grafinn, steig niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum, steig upp til himna, situr við hægri hönd Guðs föður almáttugs og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða.

Í dag eru 12 ár síðan ég stóð fyrir framan núverandi biskup Íslands uppað altari í Hallgrímskirkju og fór með trúarjátninguna. Klædd í hippalegan blúndukjól yfir útvíðar svartar buxur, með melluband sem amma saumaði og slöngulokka í stíl við hinar stelpurnar. Ég var með tyggjó og krosslagði fætur þar sem ég sat meðal hinna stúlknanna sem sátu prúðar, og með eindæmum hallærislegar í síðu vestunum sínum og hálfgerðum buxnapilsum við.

Ég man ekki eftir mörgum gjöfum. Ég man eftir ljósblárri peysu sem ég fékk frá langömmusystur minni, SteinuSyst kölluðum við hana. En peysan var ábyggilega sú ljótasta sem ég hafði séð þá á þessum 14 árum sem ég hafði lifað. En mikið langar mig í hana í dag....

12 ára fermingarafmæli mínu fagnaði ég í íslensku pulsupartýi með Möttu minni. Og svo fór ég á fund við hópinn minn á KaffiAusturstræti hérna í Árósum. Hræðileg birta, óhreint blindfullt fólk og hundar mættu mér þegar ég gekk inn. Eftir 5 mín af open minded senu sá ég að þetta var hinn besti pöbb og ég skemmti svona rosalega vel að tala um heimsmálin, sötra bjór og spila teningaspil.

Já svona er maður alltaf að víkka sjóndeildarhringinn!!...eða bara færast nær botninum.

7 ummæli:

Heiða sagði...

Ég hélt það hefði verið 12.apríl. En ég var að horfa á vídjó af mér um daginn úr femingarveislunni. Ég er alveg agalega smart í síða vestinu mínu ;o)
kv. Arnheiður

Nafnlaus sagði...

barað testa commenta kerfið - maður verður að fara að taka sig á í þessu ef maður á að vera nútímaleg móðir sem kann á bloggið.
jæja ég er alla vega fegin að þú sért ekki á kaffi austurstræti hér í reykjavík, því eins og þú veist að þá er ekkert að í okkar fjölskyldu og þegar við gerum eitthvað svona offtrack þá er það list.
din mor

Dilja sagði...

heiða: já ég skrifaði þetta sko bara rétt eftir miðnætti...:)

mamma: vei vei vei!!! loxings búin að commenta hjá barninu þínu... og það með style!!!

Maja pæja sagði...

Fyndið, ég man eila allt sem að ég fékk í fermó... græjur frá m+p, pening frá ö+a, Biblíuna frá ö+a, nokkra gullhringi og ég á 2 þeirra ennþá, hálsmen sem hafa farið í ruslið í timans rás, fullt af penge, svefnpoka og jammm bara greinilega allt þetta týpíska :-) Svo var ég með bleikan gloss og fannst ég agalega pæja ;-) og já ekki gleyma vöfflunum í hárinu!!!!

Nafnlaus sagði...

Sælar,erettekki dóttir hans Áma.... en skemmtilegt að rekast á þig hér...hvílík tilviljun. Var bara á vafrinu og arkaði beint hér inn.
ég þakka bara fyrir síðast og ha d godt i kaosinu :)

Dilja sagði...

jú mikið rétt, dóttir áma...

hérna getur þú fylgst með ævinýrum mínum mínum, á meðan ég fylgist með þínum á mbl:)

Maja pæja sagði...

Váts ég fæ nettan gæsara héddna..... :-)