mánudagur, apríl 04, 2005

tjekkað sig inna Vesturgötuna...

Ég er loksins búin að gera mér grein fyrir því að ég á ekki að bóka mér flug á sunnudögum. Héðan í frá er það alveg ljóst. Síðast liðin þrjú skipti á Íslandi hef ég átt að fara aftur heim til Dk á sunnudegi en e-a hluta vegna enda ég alltaf í mánudagsvélinni.

En nú er ég komin heim í herbergið mitt, og er alveg sátt við þá staðreynd að ég er ein í nokkuð stóru rúmi, en ekki í sófa eða rúmi með öðrum eins sl. 2,5 viku. Ég henti mér bara strax í hrein náttföt og uppí rúm. Nennti ekki að gera neitt. Búið að vera langur og leiðinlegur dagur. Þetta er rosalegt ferðalag ef maður spáir í því (8-9 tímar) og hundleiðinlegt ef að lítið dashj af heimþrá er í mallanum. Æ stundum er þetta bara smá erfitt að búa svona í tveimur löndum.

En þetta á eftir að hverfa strax í fyrramálið þegar ég mæti í skólann og gef bekkjarfélgum fimmu og jafnvel fá þeir fallegustu eitt stk. faðmlag. Framundan er stórt og mikið verkefni. En við sjáum um að halda inntökuprófin fyrir Team12. Næstu dagar (incl. helgar) fara í að þjálfa okkur uppí þetta en það er auðvitað í mörg horn að líta þegar velja á nýjustu KaosPilotana ha!

Jæja ég ætla að fara fá mér eina sígó útum gluggann og horfa á Before Sunset og verða ástsjúk...

2 ummæli:

Maja pæja sagði...

ohooo já, við Kata tókum ástsjúkt sessjón yfir páskana og horfðum meðal annars á Before sunrise og Befor sunset... og vá hvað þetta eru æðislegar myndir... svo horfðum við á Only you, How to lose a guy in 10 days, Love actually og einhverjar fleiri sko líka.... man bara ekki alveg núna hvaða myndir því að ég er með ávöxtunarkröfur á heilanum og kvíði svakalega fyrir prófinu túmorró.
En gott að ferðin gekk vel og við sjáumst fljótt aftur :-)

Dilja sagði...

já gangi þér vel í prófunum elskan mín!!

ps. mér finnst before sunset ekki eins góð og hin samt