sunnudagur, október 31, 2004

það lítur allt út fyrir það að ég verði ekki tengdadóttir Guðs
ég hef greinilega eitthvað misskilið

strákar eru strákar og verða strákar, hugsa með syðri parti sínum og elta ljóshærðar stúlkur sem hafa meiri kynlöngun en við hinar og gera allt til að fá þá sem þær vilja...

....og ég sem fór meira að segja á fótboltaleik í grenjandi rigningu með frelsara oss til að fá fleiri fiðrildi í mallann




en núna: sunnudagur, bloggfyllerí, haframjöl með kakó, kertaljós og spennumynd í sjónvarpinu, svo hefur nýja tölvan sofið uppí sl nætur, ekki slæmur rekkjunautur nútímakonunnar...

föstudagur, október 29, 2004


segðu þig, segðu mig...





Dylan komin í meðferð eftir að hafa óverdósað á heróíni, Brandon mætir fyrir rétt, Andrea sængar hjá svörtum manni, Kelly á við átröskunarvandamál að stríða, Jim og Cindy Walsh klæða hvort annað úr og byrja að kela á stofugólfinu, en Valerie labbar inná þau, Donna deitar fátækan trúbador, David tekur kynlíf uppá vidjó með kærustunni sinni en týnir spólunni, hún finnst hjá pabba Donnu, drMartin, Donna er ömurleg drukkin, Brenda er horfin, já og Steve er bara Steve.
Já vika 44, 2004, í endursýningum á 90210 á TV3.


Halló! Er það ég sem þú leitar að??





en já varðandi myndir mínar hérna að neðan (sem engin hefur kommentað á btw!!) þá vantar suma á myndirnar.
Hérna eru nokkrir

sem ég hef verið að að hanga með hérna í höfuðborg Jótlands. Jótlands, eina hluta Danmörku sem tengdur er meginlandinu. ahhhaah!


ú jee, dansandi á háaloftinu!





Myndir nr 1


Myndir 2



Getraun:
hver er það sem syngur þessar rennandi línur sem ég hef þýtt svona vel yfir á ástkæra, ylhýra??

miðvikudagur, október 27, 2004

Var að setja inn nýjar myndir

KaosLífOgDjamm and Ísland í october nr 1


KaosLífOgDjamm and Ísland í october nr 2



Njótið vel

PS. af gefnu tilefni er enska rituð undir myndirnar þar sem ég á nú svo international vini;)

þriðjudagur, október 26, 2004

Komin aftur til Danmörku, það var ljúft að mæta litlu KaosPilotfjölskyldunni minni í morgun og vera knúsuð í klessu af meðlimum hennar. Einnig var það ánægjulegt að fá að vita að þessi vika yrði róleg og skemmtileg, enn betra var að fá að fara 2 tímum fyrr heim úr skólanum. Henti mér uppí rúm, þar er ég núna að horfa á hinn klassíska þátt BeverlyHills 90210.
Þýðir klassíkst ekki annars: "eitthvað sem eldist ekki illa"?? hmmm

Airwaves vikan á Íslandi var ó svo frábær. Mér líður soldið núna eins og ég hafi stigið inní annan heim í nokkra daga. Svona Airwavesheim. Vann frá morgni til kvölds 6 daga í röð. Svo er ég með "postdepression" núna, svona tómleika tilfinning. Þetta var líka agjör B-O-B-A! segi ég of skrifa... Aldrei hef ég verið eins stolt af því að taka þátt í þessari hátíð og akkúrat núna. Allt gekk svo vel og ég áttaði mig bara á hvað þetta er magnaður viðburður fyrir íslenska menningu. Já ég gæti lofsamað Iceland Airwaves út í eitt þessa stundina. Er e-ð hátt uppi með þetta núna. Kannski ekki eins hátt uppi og um kl.3 á aðfaranótt sunnudags þegar GuSgUs stigu á svið og tóku hálftíma langa útgáfu af flottasta laginu.

DadaarradaADDdardardarah Dararadadaraaa...

Meira seinna

ps.hvar er jesú? stimplar sig bara ekkert inn fyrsta daginn minn í skólanum.... obbobb

þriðjudagur, október 19, 2004

sú helgi sem síðast leið var steikt.
Veit ekki hvort mér fannst hún fyndin. Jú kannski visjúallí-lega séð þá var hún það.
Það er alveg fyndið að hugsa til þess þegar svanhvít stórslasaði sig á glervasa heima hjá sér, klædd sem DollyParton og Harpa hjúkraði henni, klædd sem PatchAdams. Fullt hús af fólki, ringlureið og ég gekk um gólf í taugaáfalli að reyna að díla við þá staðreynd að ég einfaldlega bregst ekki rétt og skynsamlega við átakalegum atburðum.
Svanhvít upp á spítala, lögð inn, fór í aðgerð, enda 3 sinar sem fóru í tvennt. Hennar hinnsta ósk fyrir spítalaferð var að partýið myndi halda áfram. Hún var svo ákveðinn þegar hún sagði þetta, þar sem hún sat í fjólubláum náttkjól og handklæði vafið um sköflunginn bundið inn í ljósblátt bindi, máluð eins og gleðikona, AÐ við hlýddum! Nóttin var villt...

Enginn hefur séð annað eins; sumir í sleik við bestu vini sína, aðrir í sleik við fólk á "bannlista", ennaðrir að taka CLO-HOSURE a la Rachel Green við gamlar ástir, einhverjir að vakna í stigagöngum árla morguns, jú eða vaknandi við hliðina á fyrrverandi kærustum vinkvenna sinna og vita ekkert hvað varð til þess að enda þar. Svona mætti lengi telja... Því hér stikla ég á stóru

Í dag er þriðjudagur og ég held að ég sé búin að jafna mig eftir þetta hahahhah. Hún Svanhvít mín er rúmföst í gifsi og verður það næstu 6 vikurnar. í tilefni þess legg ég til að við höldum mínutu þögn kl.12 á hádegi á morgun, miðvikudaginn 20.10.

Þetta er Diljá Ámundadóttir sem talar frá Hressó, Iceland Airwaves er í fullum undirbúningi...Ég lofa góður þrátt fyrir hvirfilbyl á eyjunni sem kennd er við Ís og eld

föstudagur, október 15, 2004

Þetta tímabil sem ég er að ganga í gegnum núna er svona tímabil sem ég á eftir að hugsa til baka til í niðursveiflu í framtíðinni og hugsa hvað ég sakna þess að vera á þessum stað í lífinu. DJÖFull er ógeðslega gaman að vera til og djöfull er gott að minna sig á það alla daga.
Allt það sem ég óskaði mér fyrir ári síðan er að rætast!

Óskir eru til að rætast og prinsipp eru til að brjóta...

Tíminn á íslandi er hálfnaður og í nú fer alvaran að taka við(ekki það að það sé ekki alvara lífsins að sitja blidfullur kl 6 í morgunverðarhlaðborði með lögfræðinemum á HótelSögu). Næsta vika fer í IcelandAirwaves og ég held að það verði rosa gaman. Í kvöld er partý hjá SvönsuogRagnari. Þemað er HollywoodStjörnur! Hvað á ég að gera? Ég hef uþb 9 tíma til að redda mér hugmynd og búning..... HJÁLP!

þriðjudagur, október 12, 2004

Á Íslandi gerist allt hratt.
Á uþb 2 tímum í gær náði ég að: selja tölvuna mína, fara í bankann fá lán(og redda öllum möguleigum banka málum) og kaupa aðra!
Lánið bara lagt inn á mig og ég uppí Apple og fékk meira að segja iPod með í kaupbæti.
Kvöldið fór svo í að setja allt í gang og þar sem maccar eru svo MIKLU MIKLU betri og auðveldari þá var þetta eins og barnaleikur. Ég er komin inní þessa religion, apple trú. Skil ekki afhverju fólk er með þessa ljótu hlunka lengur.

En já lífið er grátt í reykjavík, við mamma sitjum hér með kerti og te. Hún að lesa blöðin, ég blogga. Ekta haustmorgunn.
Mamma ætlar að koma til mín útí byrjun deseber Kaupa jólagjafirnar saman og svo getur hún séð hinn magnaða KaosPilot skóla minn. Stúlkan er spennt, ég get ekki sagt annað.

Amen

mánudagur, október 11, 2004

Stúlkan er mætt til íslands.

Ég var að koma af frumsýningu leikritisins ÚLFHAMSSAGA og finnst það jafnvel vera eitt flottasta leikrit sem ég hef séð. Mæli með því að allir sjái þetta.Kenning mín um að sjálfstæðu leikhúsin og litlu sviðin eru einfaldlega alltaf betri en verksmiðjurnar á stóru sviðunum er alltaf að sanna sig betur...

...þau eru svona beint frá hjartanu.

Og svona beint frá mínu hjarta:
ég á frábæra vini og það er búið að vera gaman að koma og hitta alla sl daga. Hápunktur helgarinnar var að elda þynnkubrunch með Erni Eldjárn sem ég var með á rejúnioni, en við höfum eigi hisst í 9 mánuði. Á boðstolnum var: egg, bacon, pylsur, ristað brauð og malt&appelsín og kryddkaka í desert. Vei

Annað sem ég hef gert síðan ég kom heim:

-spila friendsspilið í gó-hóðum félagsskap (Svanhvít, Ragnar, Petra, Kata og Kjartan)
-talað sjálfa mig í svefn
-látið svanhvíti klippa lokkana mína
-farið í lit&plokk
-drekka mikið rauðvín og borða OSTa með því
-drukkið 3 stór glös af ÞRO-HoSKA og sagt söguna af þessum ljúfa drykk og söguna af spýtunni
-setið með 2 vinkonum mínum, sem ég hef ekki setið með í mörg ár saman, og blaðrað í marga klukkutíma
-labbað í MIKILLI rigningu og langað til að valhoppa af hamingju
-gert mér grein fyrir því hvað það er Ó hvílíkt frelsi að komast yfir mann sem ég hélt að myndi alltaf halda þéttu taki um hjartað mitt. Búið. Finito! Veih
-hitt PerluKlúbbinn og had the time of my life, so I never felt like this before...
-horft á svínasúpuna með majBritt
-talað við 2 af yngri bræðrum mínum í símann, sá elsti sagði mér að hann er með eitt stk. sms frá Juliu nokkurri Styles í símanum sínum!
-lesið Moggann, DV og Fréttablaðið
-komist að því að Ölstofan er eiginlega bara leiðinlegur staður


Og já svo margt margt fleira.

ámorgun taka við banka,sýslumanns og íbúðarlánasjóðsheimsóknir. Ég get hreinlega EKKI beðið.

MeiraSeinna

föstudagur, október 08, 2004

Eftir huggulega lestarferd med honum Jesu minum i gaer lenti eg i kongsinsKøben og eyddi kvoldinu hja lesbiskuTurtildufunum Kollu&Lilju. Otrulega ljuft kvold thar sem stulkan var med munnraepu mikla og at RitterSport i grid og erg. Svo thurrkudu lespiurnar tarin eftir atakanlega kvedjustund vid Frelsara oss. Ekkert lif med JEsu naestu 2 vikurnar...

...EN naestu 2 vikurnar fara i gledi og vinnu a eyjunni okkar tharna i Nordri, og ekkert jafnast a ad vera thar enda o svo skemmtilegt folk sem bidur min og skemmtileg vinna lika!

Vid Kolla(sem er afskaplega skemmtilega og saet ung stulka) gerdum heidarlega tilraun i verslunarleidangur a Strikinu adan en thar sem hann rignir mikid a okkur herna i Koben hendumst vid frekar a milli kaffihusa og nu erum vid a netkaffi, enda netfiklar miklir. Ja vid kunnum sko ad theygja saman vid Kolla hahahha:)

Island: 6 timar! sjaumst

miðvikudagur, október 06, 2004

Thad er komin october og eg er komin i mitt arlega october jolaskap. Thad er gaman ad vera i jolaskapi og mer leidist folk sem er alltaf ad eyda tima i ad aesa sig yfir ollu og engu um ad jolin seu alltaf fyrr og fyrr og ferdinni. Mer lidur vel i jolaskapi og tha aetla eg heldur ekkert ad reyna draga ur thvi thegar eg fer i thad. Eins og eg fai einhvern arlegan skammt og tha verdi eg i minna studi rett fyrir jol. Nei nei. Vid Rolf Arne tøkum daglega eitt og eitt jolalag og unum okkur vel.

Adalstressid i OSTaverkefninu er buid og allt gekk vel. Eins mer gekk um tima afskaplega illa ad koma einhverju i verk og fannst eg omøguleg og aetti ekki heima i thessum skola og allt i theim dur (ja eg vissi ad thetta kaemi og nu er thad buid ad koma fyrir einu sinni) Stóra fólkið frá OSTfyrirtækinu kom og þeim leist best á hugmyndir mínar. Veih! Koma so! Veih!

En núna er þetta allt að verða búið. Annað kvöld fer ég til Köben til að hitta Kollu og frú. Svo bara mitt ástkæra ylhýra Frón. Soldið fyndnar móttökur sem ég fengið á MSN í gær og i dag þegar ég tala um að ég se að fara heim."nú afhverju fara heim? þú búin að vera stutt úti!" Enginn skilur í því og finnst það mjög skrýtið, þar sem ég kom bara út fyrir 6 vikum síðan. Eins og það sé regla að mega ekki koma heim þegar maður býr i útlöndum fyrir utan jól og sumar...

mánudagur, október 04, 2004

klukkan er orðin ellefu og ég er hérna í skólanum, eigum allavega svona 4 tíma eftir.
...er búin að vera í hláturkasti nokkrum sinnum, langa til að grenja nokkrum sinnum, langa til að lemja hópinn minn nokkrum sinnum, búin að faðma hina og þessa nokkrum sinnum...
í dag!

við eigum svo mikið eftir
ein var að fara því vinur hennar dó
ég skil ekki neitt
jú heyrðu það var að koma brilliant hugmynd

....jú þetta er allt að koma hjá okkur!

kem heim eftir 4-5 daga! veih

laugardagur, október 02, 2004

Í kvöld er partý, KaosPilot partý. Núna var það komið að okkur, TEAM 11, að halda fyrir hina. Við viljum að sjálfsögðu sýna hvað við erum þakklát fyrir móttökurnar í september og líka hvað í okkur býr. Þannig allt verður að reyna að toppa ha? Er það ekki?

ARE YOU READY TO RUMBLE?? er þemað og það verður restling hringur í miðjunni. En restin af skólanum veit það ekki, ekki ENN! Allt er surprice. Við erum með 2 RISASTÓRA sumóglímukappabúninga, þar er maður svo feitur að maður getur ekki staðið upp sjálfur ef maður dettur. Ég var að prófa þetta í dag og strákarnir hentu mér alltaf aftur og aftur í gólfið.
Við verðum með dómara og stigavörð og svo KLAPPSTÝRUR, en þar verð eg fremst í faraflokki. Svona whitetrash klappstýrur. Yeah! Svo verður keppni á milli liða (team=bekkja=árganga).

Eftir þetta verður bara sveitt sveitt partý og karaíókí á efri hæðinni. Stúlkan er að sjálfsögðu búin að athuga hvort karíókí græurnar virki ekki... Tók nokkra smelli fyrir krakkana á meðan við vorum að gera allt klárt niðurfrá.

Nú sit ég með háralitinn í hárinu, með tárin í augunum út af ammoníakinu. Svo er ég með þetta í fögru lokkunum...?
Martine býr hjá mér þessa dagana og við erum spenntar fyrir kvöldinu, hún trúði mér fyrir því í nótt að "orðið á götunni" væri "diljá + jesús"
Maður spyr sig? Hvað með prinsippin? þEtta er bara spurning um prinsipp!!!

föstudagur, október 01, 2004

úúúúú bara komin fyrsti!
best að byrja að eyða pjéning. Tók mér frí í fyrramálið bara til þess eins að geta eytt pjéning. En svo tekur við vinna í OSTaprojectinu frá morgni til kvölds (og eitt stykki KP partý inná milli) alveg þangað til ég kem heim. Svo skemmtilega vill til að ég loksins tók upp úr ferðatöskunni hérna fyrir nokkrum dögum (flutti 28 ágúst eehum) þannig að það verður gaman að pakka hérna e-a nóttina ofan í hana aftur.

Stúlkan aka Patrekur var svo menningarleg(ur) í kvöld að hún/hann sótti leikhús með öðrum menningarlegum vinum sínum. Verkið heitir "madame le sade" og er sýnt í rússneska leiklistarskólanum Gitis Scandinavia, sem er hér í borg. Eftir það fór hið óaðskiljanlega tríó DiljaMattaogFrímann á kaffi engil. En það er þá í 3ja skiptið á 2ur sólarhringum sem við látum sjá okkur þar.

Var að koma heim núna og borðaði hálfan pakka af rúsínum (hversu fitandi vs. grennandi eru þær annars?).

jæj fegurðnarblundurinn kallar, ég verð að vera sæt þegar ég fer að eyða pening á morgun, stofna bankareikning og margt fleira.
Góða nótt
DILJÁ VÆMIN ÁMUNDADÓTTIR AÐ SPJALLA VIÐ PATREK SEM ER STADDUR Í BERLÍN Á MSN

Say cheese!!! says: (01:16:47)
   ég og strákurinn sem lítur út eins jesú stálumst uppá þakið í skólanum í dag að taka myndir (AF MÉR) og svo strauk hann svona hárið frá andlitinu því toppurinn fauk alltaf í augun
Smitud af speisi says: (01:17:17)
   ógó sætt
Say cheese!!! says: (01:17:19)
   e-ð sætt við þetta augnablik
Smitud af speisi says: (01:17:22)
   ertu skotin?
Say cheese!!! says: (01:17:24)
   nei
Say cheese!!! says: (01:17:39)
   en jú mjög mikið í þessu augnabliki
Say cheese!!! says: (01:17:47)
   það var e-ð magnað við þetta
Smitud af speisi says: (01:17:52)
   já, ég skil það
Smitud af speisi says: (01:17:55)
   ég elska svona móment
Say cheese!!! says: (01:18:10)
   fyrst að brjóstast út og upp á þak í leyfisleysi
Smitud af speisi says: (01:18:13)
   það er svo langt síðan ég hef átt svona sætt móment, þar sem mar finnur alla heimsins hlýju
Say cheese!!! says: (01:18:17)
   og svo bara skein sólin svo flott
Say cheese!!! says: (01:18:29)
   og hann e-ð að stilla mér upp
Say cheese!!! says: (01:18:40)
   og fór hann og leit í myndavélina
Say cheese!!! says: (01:18:56)
   kom svo aftur og strauk hárið frá og horfði í augun mín
Smitud af speisi says: (01:19:03)
   mmm