Þetta var einn af þessum dögum sem varð svo mikið úr. Náði að gera allt í dag sem ég ætlaði mér og meira til; þreif, gerði umsókn, lærði heima, eldaði, fór í heimsókn, talaði við Hörpu í símann í 2 tíma og svo núna er ég að horfa á Óskarinn. Er í minni árlegu persónulegu keppni við sjálfa mig um hversu lengi ég get haldið mér vakandi.
Við Harpa vorum að rifja upp þegar við héldum okkar 2ja manna Óskarsveislu fyrir 7 árum. Elduðum midnightdinner (e-n ógeðispulsupastarétt) og nóttin fór aðallega í það að halda okkur vakandi. Ég var byrjuð að ganga um gólf og hrista mig alla til að fá blóðið til að renna. En svo rotuðumst við rétt fyrir síðasta atriðið.
Núna er klukkan orðin hálfþrjú og Billy Crystal er bara rétt að opna hátíðina. Ætli ég nái að sjá e-n taka við styttu, hmmm...?
Góða nótt:)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli