þriðjudagur, mars 16, 2004

Örfrétter af stúlkunni í Utrecht:

-á morgun ætlum við kommúnustúlkur að djamma. ekkert er skemmtilegra en að brjóta upp vikuna með eins og einu stykki djammi.

-í morgun drakk ég 2 kaffibolla (en eins og mínir nánustu vita geri ég það aldrei nema til að fá sopa hjá TinTin) og það var eins og ég væri á amfetamíni. Líkaminn var alveg á iði og ég bara í danssuði.

-ég var andvaka í nótt, til 4 minnir mig (sko þess vegna drakk ég kaffið til að halda mér vakandi í tíma)

-það er komin svo hollensk vorlykt í loftið, man eftir henni síðan ég bjó hérna síðast. mmm, já kl.7.48 nk laugardag byrjar vorið.

-er með smá heimþrá þessa dagana, langar svo að koma og taka smá rispu með vinkonum mínum. mikið afskaplega á ég ÓGEÐSLEGA skemmtilegar vinkonur og vini líka. án gríns. maður fattar svona þegar þær eru langt í burtu!

-var að spá: er ein og sama konan í BNA sem vinnur við það að leika röddina sem svarar 911 eða bara svona þjónustulínum í bandarískum kvikmyndum?

-horfði á In the Name of my Father í gær. Held að ég hafi grátið meira núna en í hin 2 skiptin sem ég sá hana.

-Kauptaði sumarmiðann minn heim til íslands í dag. Það er stemmning:) Kem eftir 68 daga:)

-núna er ég að drekka te og er með svona salmiaknammi uppí mér og það kemur rosalega bragð þegar þetta blandast saman.

-keypti Damien Rice diskinn í gær og jú líkar vel, var aldrei búin að heyra í honum.

-gifti strumpur er byrjaður að blogga aftur. hvar er flotta lúkkið sem þú ætlaðir að setja á minn blogger?


Vá stundum finnst manni eins og það sé ekkert að gerast í lífinu hjá manni, en í raun er fullt af eðal augnablikum.

Engin ummæli: