Hvað er búið að gerast í dag? hmmm látum okkur sjá....
þegar ég var að máta fleygnasta bolinn minn (til að fara í sólbað og fá lit á bringuna) mætti sendill frá símafyrirtæki Hollands, KPN, með hið lang þráða ADSL módem. Ég hoppaði af ánægju niður tröppurnar. Sendillinn var svona lítill tyrki og honum fannst barmurinn svo sætur að hann starði á hann á meðan ég tók við þessu. Heyrðu svo bara bauð hann mér á deit!!!! hahahahahha. Ég fíla ekki einu sinni deit með strákum sem ég hef áhuga á...hvað þá sendlatyrkjum sem stara á brjóstin á mér. Svo sagði hann bara: "jæja ég hef allavega eiginhandaráritun þína til að horfa á í kvöld!"
...eruð þið ekki að grínast?
en auðvitað virkaði ekki helv#$%& módemið (story of my life) og núna er Janneke að koma í dinner (sem er btw kókosengifersúpa sem ég bjó til frá grunni... til ham Diljá, þú ert loksins kokkur) og hún ætlar að reyna að redda þessu með módemið. Kross fíngerz....
já hérna er sko sumarið sko komið. allir sitja í görðunum eða fyrir framan húsið sitt. Gatan sem ég bý við heitir hinu langa nafni Amsterdamsestraatweg og er hún einnig sú lengsta í borginni. Ég uppgvötaði áðan þegar ég hjólaði hana heim að hún er greinilega drottning stúdentahúsana (svona eins og ég bý í: einbýlishús með fullt af leigendum=kommúna. Allsstaðar sat ungt fólk fyrir framan húsin sín, með bjór og sólgleraugu.
Ég hugsa að það verði margt í bænum í kvöld. Hver veit nema að við Jannemann endum þar??
Engin ummæli:
Skrifa ummæli