Núna er nótt í Hollandi. EN það er kominn morgun í Asíu hjá henni Höllu, og svo er seinnipartinn hjá henni Nönnu frænku minni í Califorínu. Alveg með ólíkindum skondin heimur sem við búum í.
Ég var að klára rosa stórt verkefni núna rétt í þessu. Tók að mér að setja upp dæmið fyrir grúppuna mína og er búin að raða og púsla og skipta um letur og breyta stærðum síðan kl. 8 í kvöld.
Er nokkuð sátt með árangurinn. Samt er mér smá kalt á puttunum því það er opið út (ég er bara með svalarhurð). Ég var með opið út því ég er búin að smóka allt í kaf hérna með hönnunarvinnunni minni.
Búin að vera með svona vellíðunartilfinningu í allt kvöld. Það er eins og endófín- (æ hvað heitir aftur efnið??) svampurinn sé bara í kreistinu. Líður svo vel....mmm!
90´s þemað mitt er í fúllý swing og við Janiz erum að plana að fara risa 90´s partý 2.apríl þar sem 2 unlimited, SNAP og fleiri eðal hljómsveitir verða spilaðar. ú jeeee
Jæja núna ætla ég að fara að sofa því dagurinn á morgunn er ansi pakketter (æfa mig í dönsku sko eeehhumm) Góða nótt mín kæru börn Guðs
ps. ég er komin með íbúð í Rvk í sumar. Ekki leillegt! Núna er bara að festa vinnumálin á næstu dögum!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli