Ef ég flyt til Danmerkur í sumar að þá er einmitt allra síðasti séns að koma að heimsækja mig hingað til Utrecht. Hmmm Mamma hint hint! Og bara allir. Þetta er rosalega sæt borg og ég lofa góðum dögum í nærveru minnar:) Nú er vorið að koma og terrassar og annað hugglegt gerir dagana ögn skemmtilegri.
Svo er líka stutt í Amsterdam og bara stutt í allt auðvitað.
En ég er búin að ákveða hvernig kvartarafmælinu mínu verður fagnað. 6.apríl lendir á þriðjudegi í ár og þess vegna er ég búin að bjóða mér í ammlismat til reserve-foreldra minna í Eindhoven. Svo helgina fyrir eða eftir ætla ég að halda veislu heima hjá Jannemann og bjóða öllum sem ég þekki hérna í Hollandi að koma drekka öl og dilla rassinum. Er mjög ánægð með þessa ákvörðun og hlakka til.
Um helgina ætla ég líka að vera í Eindhoven í faðmi "fjölskyldunnar" og klára umsóknina mína og læra fyrir skólann.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli