Í gær sendi ég öllum sem mér finnst þekkja mig nægilega mikið til að svara spurningunni "Hvar sérðu mig(yours truly) eftir 5-10 ár? spurninguna í tölvupósti. Er að gera smá sjálfskönnun vegna umsóknar vinnu minnar nefnilega.
Svörin komu mér bæði á óvart og líka ekki á óvart. Rosalega gaman að sjá hvernig vinir mínir sjá mig...
--- "Og þú verdur svaka pr eda eitthvad svoleidis..."
---"Vahá, á ég ad segja allt! Ég sé þig fyrir mér ad reka eigid fyrirtæki med hardri hendi. Ég sé fyrir mér að það veði í einhverskonar afþreyingar e_a skemmtii’ðnaði. þú ver’ur or’in rólegri og settlegri og líklegast með góðan mann þér viðhlið (þó ekki endilega í fyrirtækinu). Líklega verða eitt - tvö börn komin á koppinn á þessu tímabili.
þetta verður skipulagðasta fyrirtæki allra tíma með vel unnum rekstraráætlunum og allt í Excel. Ég ímynda mér að þú klárir bara B.A. prófið af því að þú verður komin með svo margar hugmyndir að verkefnum að þau munu kalla meira á þig en meiri menntun. Ég held að þú verðir ekki orðin rík á þessum tíma endilega en það verður allt á uppleið."
---"Tu verdur einhver tonleikahaldari jafnvel manager fyrir einhvern eða P.R GELLA for a big entertainment company eða einhvern frægan líka sko , t.d P.R gellan hennar Britney eða eikkvað svoleiðis. U are gonna take care of the famous people og treat them nice, segi ég : )"
---"hvar þú verður eftir 5 - 10 ár. oh my god diljá þú ert svo uppátækjasöm að það þykir mér mjög erfitt að segja til um. Eflaust að stýra einhverju flottu verkefni í útlöndum. hvar? veit ekki, holland -nei held ekki. parís? hmm.. veit ekki. Ég VEIT! þú verður í Berlín og verkefnið verður menningartengt að sjálfsögðu".
---"Þú verður örugglega framkvæmdarstjóri listahátíðar eða eitthvað svoleiðis. Eða eitthvað í sambandi við leikhúsin,,, hefur aldrei getað slitið þig frá þeim almennilega. Svo verður þu gift hollending eða janfvel dana og átt 1 strák og 1 stelpu og kött :)"
---"eftir tíu ár verdur thú ad skipuleggja listvidburdi útlendinga á íslandi og íslendinga í útlondum, the rekur svoleidis fyrirtaeki ... gaman ad thví. hringi eftir smá. "
---"þú verður örugglega mjög virtur stjórnandi í leikhús-, skemmti- og
fjölmiðlageiranum."
---"Ég sé þig fyrir mér í e-h æðslegu djobbi sem þú fékkst eftir að þú laukst náminu í kaospilot skólanum og jafnvel í Hollandi, DK or Londres..... Held samt ekki að þú verðir á íslandi, þú ert svo mikil heimskona, og markaðurinn hérna ekki nógu stór fyrir háfleygu draumana þína. Jafnvel a vinna með e-h famous..... Vona allavegana að þú verðir þar, hef svo mikla trú á því... Jú og þú verður koma með DROP DEAD GORGEUS gaur upp á hendina og ferð í kotleiboð og drekkur Cosmó... ALgjör pæja..."
---"þú verður mega gella, rekur eigið fyrirtæki
og búin að ættleiða svertingja strák....."
--- "að skipuleggja einhvern menningarviðburð á íslandi"
---"Gvöð ég veit það ekki, með fjölskyldu og að skipuleggja einhverja
menningaratburði. Sjálfstætt starfandi og kannski með einhverja í vinnu og
svona :-)"
---"Ég sé hana búna að hassla sér ENNÞÁ meiri völl innan pr-geirans....á fullu í e-h skemmtilegum og nýjum verkefnum. Ég held pottþétt að vinna sjálfstætt (og EKKI 8-4 vinnu). Ég sé hana í sambandi við e-h massa góðan sálufélaga, í e-h flottri íbúð "a la Diljá"......og já....gott ef ekki bara orðin mútter að fyrsta barninu sínu! Ég held að Diljá verði alltaf Diljá....bara meira "established" fjárhagslega og svona. Held þú þekkir þig það vel nú orðið að þú ferð ekki að stökkbreytast bara sísvona. Held líka að þú verðr alltaf soldið "singúl" týpa....alveg sama þó þú eigir eftir að eiga mann. Þú veist....viðhalda þínu "sjálfi" mjög sterkt....og það er af hinu góða!"
---"in some major commercial production"
---"Þú eftir 2 andlitslyftingar og 33 botox sprautur..... sko þú munt vera með glænýja mulinex hrærivel sem vekur mikla kátinu meðal 3 grislina (eitt enn á leiðnnni) því þú ert ofur mamma sem getur bakað á við bakarí með nýju moulinex súper dúper machine.... and U will be a crazy sexmachine as well, an getnaðarvarna þó.......
Annars mu þú verða fólki innan handar við eitthvað í áttina að markaðsetningu, skipuleggjandi hátíða (s.s sem husmæðra dagurinn) en í alvörunni talað þá sé ég þig fyrir mér sem PR.
Ást og knús elska þig ástin mín, þú ert sæt og góð, alveg eins og lítið lamb eða kettlingur sem allir vilja knúsa í klessa, merja, kremja bíta því kisulingur er svo sætur og góður , alveg eins og þú.
...greinilega er augljóst hvert ég stefni hahahahahha.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli