Komin heim frá Antwerpen. Antwerpen þýðir að "henda höndum", jámm mjög djúpt. En þessi borg er roslega falleg. Við stöllur þrömmuðum um bæinn endilangan og skoðuðum kastala, kirkju, höfnina, dýragarðinn og svo auðvitað búðirnar, kaffihúsin og veitingastaðina. Svona borgarferðir eru alltaf jafn skemmtilegar. Svo gaman að sjá e-ð nýtt, sérstaklega þegar það ser svona fallegt. Eitt var samt áberandi og það var að borgin var full af gömlu fólki. Hvert sem við litum, hvert sem við fórum var gamalt fólk í svaka fíling. Meira að segja á mest hipp kaffihúsum sátu þau þar í hópum að fá sér bjór og meððþví... Svona ætla ég að vera þegar ég er gömul...yfirtaka borgir og sýna unga liðinu hver það er sem kann að skemmta sér, og það á ellilífeyrinum!
Ragnar er nú greinilega búin að gefa mér þá einstöku náð að vera KLAUFI. Þetta er búið að vera byggjast smá saman upp sl. mánuði en núna er ég bara formlega búin að komast í liðið. Mér tókst að ganga á glerhurð í Antwerpen og prýðir nú enni mitt falleg og blá kúla, svo er ég búin að ná að reka stóru tánna svona 5 sinnum í e-ð í dag og bæði hálfbrjóta hana og henda öllu um koll. Sófinn minn er allur útí rauðvínsslettum sem ég veit ekki hvernig komu. Þá tók ég ekki einu sinni eftir klaufslegum hreyfingum fyrr en seint og síðar meir.
Ragnar hvernig gengur þetta "pass it on" dæmi fyrir sig???? Ég nenni ekki að hafa þessa náðargáfu mikið lengur:)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli