Jæja bara kominn fimmtudagur! Tíminn er svo fljótur að líða þessa dagana. Svona á þetta að vera segi ég. Því þá veit maður að það er gaman er það ekki?
Samt fer að líða að prófum á ný og umskóknin mín æpir á mig. Deadline er 2.apríl. Og fyrir þá sem ekki vita á ég svo 25 ára afmæli þann 6.apríl. Er það ekki stór afmæli? Ég veit ekkert hvað ég er að fara að gera. Kannski ég haldi bara uppá það með stæl í sumar á mínu ylhýra ástkæra. Hvernig líst ykkur á það?
Er núna að fara á 2nd hand markað hérna niðrí bæ og svo í smá Ikea leiðangur með Rochelle minni. Við erum eins og hjón með sameiginleg fjármál og skyldur. Stóð mig að því í gær að verða hneykslast á því að hún fór bara í bíó án þess að láta mig vita. Og það á mynd sem mig langar að sjá!! hahahhaha Shitt ég verð ömurleg eiginkona. Æ nei ég er nú oft með heitan mat tilbúinn fyrir hana þegar hún kemur heim úr vinnunni.
Ok ég verð greinilega þessi eiginkona sem fórnar sér fyrir manninn og svo nöldra ég og suða og tuða! ahhahahha!
Já góðar fréttir! Ég er mjög líklega komin með rosa skemmtilega vinnu í Rotterdam. Það er festival þar sem heitir Model Mozaiqe. Og þemað er nú hvorki meira en minna en nous ÍSLANDE:) Þangað koma íslenskar hljómsveitir og listamenn og ég verð örugglega nokkurskonar milliliður við þetta lið. Eða það vill ég:) Á samt eftir að heyra betur í gæanum...
Ég er rosa spennt!
Svo er stefnan bara heim í maí og taka Pixies og Korn í grúppíudjobbinu mínu. Nóg að gerast.
Framtíðin er björt. Framtíðin er appelsínugul!
(Þetta er sko slóganið hjá símafryrirtækinu sem tal stal öllum prómóhugmyndum sínum frá)
Ok hev ei næs deij..
Engin ummæli:
Skrifa ummæli